Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 08, 2007

Músíkalst par

Er svona hérumbil hálfnuð með þessa flokkun. Held að flokkunarárátta mín hafi yfirgefið mig. Man hvað ég elskaði þetta. Heima hjá ömmu var tölubox fullt af fallegustu tölum sem ég hef nokkru sinni séð. Oh hvað ég elskaði að flokka, telja og raða þeim aftur og aftur. Skrítið hvað svona getur breyst. En á morgun þarf ég að kaupa möppur og plöst fyrir öll þessi ljósrit, mon dju hvað ég verð fegin þegar mér tekst að ljúka þessu.

Annars eru fleiri en ég í þessu húsi sem framkalla einhverskonar tóna. Hef lengi furðað mig á hljóði sem byrjar veikt vex og verður að háværum sóni sem dvínar og hættir. Suma daga heyrist þetta en aðra ekki. Og ég fór að reyna að finna út úr þessu. Komst að því að þegar það er vindur úti byrjar sónninn og ég labbaði um allt hús, hlustaði í öllum hornum og herbergjum en fann ekkert út úr þessu skrítna hljóði. Svo í gærkveldi ligg ég í rúminu að lesa og þá byrja lætin. Ég fer út að glugganum og uppgötva að loftnetið sem er beint fyrir ofan gluggann syngur einstrikað d með þessum líka fínu músíkölsku tilþrifum, crecendo-forte-diminuendo.
Ja hér alla mína daga.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home