Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Syngibjörg syngur.......

Elskurnar mínar.
Ef þið viljið heiðra mig með nærveru ykkar og klappa dáldið hressilega
fyrir mér þá er tækifærið þann 7. janúar.
Þá syngur Syngibjörg á tónleikum á Nasa með hinum poppurunum
sem voru í náminu í Danska skólanum.
Ég lofa ykkur dúndur tónleikum ef við verðum í sama gírnum og á
Jazzfestival House í Köben nóvember sl. sem ég á sko von á.
Og það er skylda að koma og heilsa upp á mig þegar tónleikarnir eru búnir.
Feimni bönnuð.
Tímasetning og annað praktískt kemur þegar nær dregur.
En....
takið Sunnudaginn 7. janúar um kvöld frá.
Núna.
Jíííí hvað ég hlakka til....

7 Comments:

  • At 2/1/07 4:02 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    O hvað ég ætla SKO að reyna að mæta!
    Árið mín kæra:)

     
  • At 2/1/07 6:28 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Líst vel á það.

     
  • At 2/1/07 6:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég mæti!

     
  • At 2/1/07 6:44 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég get því miður ekki komið en ég mæti og verð með í huganum...vonandi er það nóg. Gott gengi:)

     
  • At 3/1/07 9:37 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    klukkan hvað? Kóræfing hálfátta til tíu, get ekki skrópað...

     
  • At 4/1/07 4:44 e.h., Blogger Gróa said…

    Halló !!!! Endurtekið efni ????

    Ég mæli sko með því að allir fari á þessa tónleika !!!!

    Hey, ég var í Leifsstöð áðan og heldurðu að ég hafi ekki hitt hana sjálfa Sadolin. Björk var að taka á móti henni og manninum hennar :) :)

    Hlakka til :) :)
    Hvenær kemuru suður?

     
  • At 4/1/07 7:27 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Jesss! Ef ég verð ekki vant við látin við að lenda í slysi eða einhverju öðru sem gefur fullkomna afsökun, þá mæti ég!

    Fæ kannski að hitta Barbí Clinton í leiðinni....???

     

Skrifa ummæli

<< Home