Á nýju ári
Fékk mér göngutúr í dag á þessum fyrsta degi nýs árs.
Fann fyrir eftirvæntingu því ég veit að þetta ár sem í hönd fer gefur mér von um ný tækifæri.
Tækifæri sem ég hef verið að leggja grunninn að í von um betri uppskeru.
Árið sem kvaddi með öllum sínum ömurlegheitum kemur aldrei, aldrei aftur.
Og það er mikill léttir.
Veðrið var bara dásamlegt svona eins og á fallegu póstkorti þar sem snjórinn lýsir allt upp í kyrrðinni og trén standa fagurskreytt eftir nýfallinn snjó. Hugurinn reikaði og staldraði við atburði síðasta árs. Þeir voru margir og miserfiðir. Finn að ég er komin aðeins áleiðis með að tjasla sjálfri mér saman og hefur sú ákvörðun mín að flytja á heimaslóðir haft þar gríðarlega mikið að segja. Bara það að vera í þessu umhverfi er sálarbætandi.
Það líður lengra á milli "svörtu daganna" og bíð ég í ofvæni eftir að þeir hverfi for good.
Og ég veit núna svo margt sem ég vissi ekki áður. Reynsla mín hefur kennt mér að ég á ekki að þóknast öðrum eða setja mig í aðstæður sem ég vil ekki vera í til að vonast eftir viðurkenningu.
Og að vera skotspónn manns sem niðurlægir, ögrar og kvelur er staða sem ég sækist aldrei aftur að vera í.
Hef því sent sjálfri mér uppsagnarbréf.
Nýtt ár felur í sér nám sem kallar á 6 ferðir til Köben og það eitt er mikilvægt skref í átt að
uppbyggingu faglega séð og á öruglega eftir að styrkja mig svona persónulega í leiðinni.
Set því hér með upp bjartsýnisgleraugun og hvet alla að gera slíkt hið sama.
Sérstaklega í skammdeginu sem framundan er.
Skál á nýju ári!
7 Comments:
At 1/1/07 10:32 e.h., Gróa said…
Gleðilegt nýtt hamingjuár Ingibjörg mín !!!
Þú ert á réttri leið í þessu öllu saman :)
Myrku dagarnir verða sífellt með lengra millibili - það vitum við sem eldri erum og reyndari - he he.
Heyri í þér fljótlega elskan.
Kær kveðja til allra :)
At 1/1/07 11:04 e.h., Hildigunnur said…
Skál og gleðilegt ár :-)
At 2/1/07 12:02 f.h., Harpa Jónsdóttir said…
GLEÐIlegt ár!
At 2/1/07 1:28 e.h., Nafnlaus said…
óska þér gæfu og gleði á þessu ári - hlutirnir hafa tilhneigingu til að lagast þegar maður tekur réttar ákvörðanir í stóru málunum:)
At 2/1/07 1:37 e.h., Syngibjörg said…
Gróa: love you
Hildigunnur og Harpa: sömuleiðis esskurnar
Baun: jebb þetta er allt að koma hjá okkur.
At 4/1/07 7:25 e.h., Ester Elíasdóttir said…
Gott að heyra að lífið er á uppleið. En þetta með að passa sig á að falla ekki í sama mynstrið er mjög vandmeðfarið, sérstaklega ef munstrið er til margra ára. Þetta er svolítið eins og að skipta um persónuleika. Þetta er ferli sem ég er enn að vinna í og gengur bara vel, en er búið að taka mörg, mörg ár. Passaðu ofsalega vel upp á þig og taktu púlsinn mjög reglulega. Ferðirnar til Köben geta reynst alveg frábærar í þessu - þá færðu ákveðna fjarlægð við alla sem eru nálægt þér og getur skoðað aðeins hvort eitthvað er á leiðinni útaf. Ég vona að þú takir þessum pistli eins og hann er meintur: VEL. Með hjartans óskum um frábært ár.
At 5/1/07 12:24 f.h., Syngibjörg said…
Takk Ester, ég get ekki annað en tekið þessu vel mín kæra það er nauðsynlegt að láta segja sér hlutina annað slagið:O)
Skrifa ummæli
<< Home