Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, desember 08, 2006

Hvert hefur hún farið hún ég?

Þegar ég flutti vonaðist ég til að hafa minna að gera, svona vinnulega séð.
Hef núna allt of mikið að gera og skil ekkert í því hvernig mér datt eiginlega í hug að taka öll þessi verkefni að mér.
Er nefnilega ekki að nenna þessu, að hafa svona mikið að gera.
Er að kafna í skipulagðri tónleikastarfsemi 3ja kóra, jólatréssöng, helgileik, litlu jólunum og hvað þetta nú allt saman heitir.
Langar í rólegheit.
Frí um helgar.
Er samt búin að bjóða fólki í mat annaðkvöld.
Kærir vinir sem hafa hjálpað mér svo ótrúlega mikið.
Eiga það svo sannarlega inni hjá mér.

Hef verið að reyna að gera jólalegt með séríum og fíneríi.
Sem merki um annasama daga þá hefur það tekið mið heila 3 daga sem annars hefur tekið eina kvöldstund að búa til aðventukransinn.
Hann stendur á eldhúsborðinu alveg berstrípaður greyið.
Það vantar á hann allar slaufur og annað jólalegt skraut.
Vantar pepp og léttari rass.
Hann er eitthvað svo assgoti þungur til framkvæmda.
Vill bara láta sitja á sér þessa dagana.
Ekki alveg ég.
Vona bara að ég sofni ekki ofan í steikina.

6 Comments:

  • At 9/12/06 1:57 e.h., Blogger Blinda said…

    I hear ya sista! Við þurfum að fara á "Nei" námskeið.

     
  • At 9/12/06 4:34 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    já, þau eru góð...

     
  • At 9/12/06 11:54 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Það góða við jólin er að þau koma altaf sama hvort búið sé að baka eður ei!

     
  • At 10/12/06 12:51 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    það besta við jólin er að: Éta!

    (care of dr. Tóta...)

     
  • At 10/12/06 10:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ Ingibjörg mín
    takk kærlega fyrir matinn í gær og notalegheitin hjá þér séð þig á miðvikudaginn
    kv Hrafnhildur

     
  • At 10/12/06 8:34 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Besta við jólin er að stóru börnin mín koma til mín:O)Og næstbesta er að borða rjúpuna og að lesa upp í rúmi fram á kvöld.

    Takk sömuleiðis Hrafhildur mín, þó þetta hafi nú verið frekar pínlegt með mig svona í maganum.

     

Skrifa ummæli

<< Home