Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, nóvember 17, 2006

Ráterinn

Þá er ég komin með gripinn í hendurnar.
Veit ekkert hvernig ég á að tengja hann en með honum fylgja leiðbeiningar á diski og svona bæklingur þar sem stendur step one og á örugglega að virka fyrir manneskjur sem kunna ekkert, nákvæmlega ekkert á svona tæknidót. Með öðrum orðum ég. En þrjóskan að geta gert þetta ein og óstudd er skynseminni ofursterkari. Þá er bara að fara að hita sér sterkt og gott kaffi, svona til að léttta lundina og koma sér í égskalgetaþetta gírinn. Óskið mér góðs gengis.
Ef þið heyrið ekkert frá mér í nokkara daga þá er ég enn að reyna að finna út úr þessu en ef ég blogga sem aldrei fyrr er ég komin með almennilega nettengingu, ráter og laus við að hringja mig inn á netið. En þá er að bara að demba sér í þetta. hops sa saaaaaa.........

8 Comments:

  • At 17/11/06 10:38 f.h., Blogger Blinda said…

    Iss svona klárlingur rúllar þessu upp. Bara LESA bæklinginn - ekki bara renna yfir - eins og konum einum er lagið ;)

     
  • At 17/11/06 6:03 e.h., Blogger Gróa said…

    Mundu - við getum allt !!!!
    Fertugar, fimmtugar eða hvað það nú er - getum þetta!!!

    Hlakka til þegar þú ferð að blogga og blogga..... he he.

    Bestu, bestu kveðjur,
    Gróa.

     
  • At 17/11/06 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi þér vel með betra samband við umheiminn!
    Hér í kuldanum fyrir Norðan er verið að skunda á árshátíð skólans og þar verður sko hiti, því allt prógrammið er helgað Afríku ! Leikið dansað og sungið.
    söngsonurinn nýkokinn frá Svíþjóð þar sem hljómsveitin hans var að læra ennþá fleiri afríska-takta. kveðja M

     
  • At 17/11/06 6:11 e.h., Blogger londonbaby said…

    Við erum svo vel gefin í þessari ætt að ég hef fulla trú á að þú takir þetta með stæl :D

    kv

    Þórdís

     
  • At 18/11/06 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Farðu svo út í eitthvað ísfirskt byko og keyptu þér risastóran verkfærakassa með alls konar dóti sem þú veist ekkert hvað heitir, hvað þá hvernig á að nota það. Svo stillir þú honum upp á áberandi stað í nýja slotinu til að minna þig á að þú getur allt og ætlar að gera það!!!

     
  • At 18/11/06 10:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    gangi þér vel - ertu kannski búin að þessu?

     
  • At 18/11/06 11:52 e.h., Blogger Anna Sigga said…

    Þú ert svoddan snilli, þú getur allt!

     
  • At 19/11/06 12:47 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    jú gó, görl :-D

    svo eru þeir nú með þessarlíka ágætis hjálparlínur, amk Vodafone liðið, hafa hjálpað mér að bjarga svona hlutum í beinni. Örugglega hjá Símanum líka (bara að þú sért ekki hjá Hive eða álíka rusli...)

     

Skrifa ummæli

<< Home