Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Ómissandi verkfæri

Ég hef verið lokuð inni.
Bíllinn á kafi í snjó og hefur ekki verið hreyfður síðan á föstudaginn.
Minnir mig á gamla tíma þegar gatan heima á Engjavegi var ekki mokuð svo dögum skipti.
Þá óð maður snjóinn upp í klof og fannst lífið ævintýri,
dúðaður í útigalla með lambhúshettu,
stökkvandi niður af húsþökum í girnilega skafla og rennandi sér niður brekkuna hjá fótboltavellinum.
Allann daginn.
Það þurfti nánast að draga mann inn í mat.

Snáðinn fór út í garð snemma í morgunn glaður með Stigasleðann í eftirdragi.
Hér labbar hann út í garð og rennir sér á hólnum sem trónir í miðjum garðinum.


Ætlaði út með ruslið áðan en varð að snúa við.
Stór skafl hafði myndast fyrir framan ruslageymsluna.
Svo hlánaði og snjórinn varð bæði þungur og blautur.
Fór torfæruferð með mömmu inn á flugvöll að ná í Ponsí.
Ætla að reyna að hreyfa bílinn núna á eftir því mamma bauð okkur í mat.
Ég er sko sannarlega búin að planta mér út í sveit.
En það er sveit að mínu skapi.
Mig vantar því eitt mjög mikilvægt verkfæri.
Sem er alveg ómissandi fyrir skógarbúa.
Skóflu.

4 Comments:

  • At 13/11/06 1:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég ákvað að svara þér inni á þínu bloggi.
    Já, ég þekki sko hana Magneu Gunnars og það vel. Hún er mér mjög kær vinkona og vorum við saman í tónmenntakennaradeildinni og útskrifuðumst saman 2002. Sumarið 2001 held ég það hafi verið þá var ég,ásamt henni í Skálholti á námskeiði. Hún söng í brúðkaupinu mínu. Við höldum alltaf sambandi og hittumst alltaf þegar ég flýg heim til Íslands:)
    Þú semsagt þekkir hana?

     
  • At 14/11/06 10:57 f.h., Blogger Blinda said…

    Fægiskóflur geta verið góðar til síns brúks sé ekki annað í boði - svona til að moka sig út í kjörbúðina til dæmis?

     
  • At 14/11/06 3:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Komdu nú með fleiri myndir af slotinu !!!

     
  • At 15/11/06 11:29 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ef myndavélin væri ekki biluð þá væri ég löngu búin að hendi inn myndum. En hér er enginn sem getur gert við hana og allar mínar tilraunir til að fá mynd í fókus hafa misheppnast. Hrikalega súrt.

     

Skrifa ummæli

<< Home