Það styttist
Nú þarf ég bara að bíða í tvær vikur í viðbót.
Íbúðin er að taka á sig mynd en mannekla hjá vestfirskum iðnaðarmönnum
er mikil og allt gengur voða hægt. Það er nú samt búið að leggja parket, setja
hurðir í herbergin, mála fyrstu umferð, flísaleggja og fúga.
Eldhúsinnréttingin er einnig komin vel á veg.
Við pabbi höfum verið að vinna á efra loftinu og nú styttist í
parketlögn þar en við erum að byrja að mála þessa dagana þar uppi.
Hlakka óskaplega til að vakna upp í mínu eigin rúmi en það hef
ég ekki gert í 5 mánuði. Og pissa í mitt eigið klósett og fara í bað án þess
að spyrja hvort einhver þurfi að fara á klósettið áður.
Svo sem allt í lagi en kýs hitt frekar svona on the long run.
Hér eru fínar gönguleiðir sem ég hef gert að markmiði mínu að nýta betur til að sjá hvort óyndið sem hrjáir mig yfirgefi mig ekki. Væri alveg til í það.
Og núna sl. 2 daga höfum við Barbara mágkona mín arkað upp á skíðaveg, yfir
flóðvarnargaðinn, inn í Tungudal og út í bæ aftur. Klukkutíma hringur.
Vaknaði með harðsperrur í gær og fannst það meira að segja bara ágætt.
Þegar ég verð flutt verður þessi áðurnefndur flóðvarnargarður
mikið nýttur af nýbúanum á Skógarbraut 3a. Um hann hafa verið gerðar stuttar og langar gönguleiðir og eins og veðrið er t.d núna, svona póstkortaveður er þetta hrein skemmtun. Útsýnið er dásamlegt og ef myndavélin væri ekki biluð færi ég með hana í dag og tæki nokkur sýnishorn fyrir ykkur sem dettið hér inn til að lesa bullið.
Verð bara að fara að drífa mig með hana í viðgerð.
Hled ég geri það bara.
Íbúðin er að taka á sig mynd en mannekla hjá vestfirskum iðnaðarmönnum
er mikil og allt gengur voða hægt. Það er nú samt búið að leggja parket, setja
hurðir í herbergin, mála fyrstu umferð, flísaleggja og fúga.
Eldhúsinnréttingin er einnig komin vel á veg.
Við pabbi höfum verið að vinna á efra loftinu og nú styttist í
parketlögn þar en við erum að byrja að mála þessa dagana þar uppi.
Hlakka óskaplega til að vakna upp í mínu eigin rúmi en það hef
ég ekki gert í 5 mánuði. Og pissa í mitt eigið klósett og fara í bað án þess
að spyrja hvort einhver þurfi að fara á klósettið áður.
Svo sem allt í lagi en kýs hitt frekar svona on the long run.
Hér eru fínar gönguleiðir sem ég hef gert að markmiði mínu að nýta betur til að sjá hvort óyndið sem hrjáir mig yfirgefi mig ekki. Væri alveg til í það.
Og núna sl. 2 daga höfum við Barbara mágkona mín arkað upp á skíðaveg, yfir
flóðvarnargaðinn, inn í Tungudal og út í bæ aftur. Klukkutíma hringur.
Vaknaði með harðsperrur í gær og fannst það meira að segja bara ágætt.
Þegar ég verð flutt verður þessi áðurnefndur flóðvarnargarður
mikið nýttur af nýbúanum á Skógarbraut 3a. Um hann hafa verið gerðar stuttar og langar gönguleiðir og eins og veðrið er t.d núna, svona póstkortaveður er þetta hrein skemmtun. Útsýnið er dásamlegt og ef myndavélin væri ekki biluð færi ég með hana í dag og tæki nokkur sýnishorn fyrir ykkur sem dettið hér inn til að lesa bullið.
Verð bara að fara að drífa mig með hana í viðgerð.
Hled ég geri það bara.
8 Comments:
At 17/10/06 1:59 e.h., Nafnlaus said…
frábært hjá þér að fara út að ganga, það er besta ráðið gegn "óyndinu"
vona að framkvæmdir tefjist ekki frekar:)
At 17/10/06 2:14 e.h., Nafnlaus said…
Hæ sæta
og takk fyrir síðast, þú veist að ég er alltaf til í göngutúr með þér
kv Hrafnhildur
At 17/10/06 3:06 e.h., Meðalmaðurinn said…
Jájá, svona er að eiga bíl, þá hættir maður alveg að nota fætur og hjól!! Spurning um að finna þennan gullna meðalveg eins og vanalega..
At 17/10/06 11:15 e.h., Syngibjörg said…
Takk Hrafnhildur, verð í sambandi.
Meðalmaður; þetta er held ég spurningin um að drífa sig bara af stað. er að læra að láta ekki þröskuldana þvælast fyrir mér.
Baun; svo innilega sammála.
At 18/10/06 1:18 f.h., Nafnlaus said…
Æi já, það er alltaf best að vera í sínu eigin, svo einfalt er það bara.
Má ég koma í innflutningspartý?
At 18/10/06 9:21 e.h., Barbie Clinton said…
ji hvða þetta er spennandi hjá þér stelpa!
At 19/10/06 10:11 f.h., Syngibjörg said…
Vertu hjartanlega velkomin Svanfríður og þið öll hin í mitt innflutningspartý. THE MORE THE MERRIER.
At 19/10/06 12:06 e.h., Meðalmaðurinn said…
verður það haldið á netinu :P
Skrifa ummæli
<< Home