Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, október 07, 2006

Var tískuslys í dag

Illa sofin, stressuð og spennt brunaði ég niður í Tónlistarskóla snemma í morgun.Hafði búið til súpuna seint í gærkveldi en var ekki viss hvort hægt væri að hita hana upp í skólanum. Og það kom á daginn. Pabbi reddaði mér tveimur hellum af verkstæðinu, bara stinga í samband, alveg ofureinfalt. Hann kom með þetta og súpuna í pottinum og þá var þessu reddað.
Boðuð höfðu verið frekar mikil forföll en samt var vel söngæfingarhæft og fundarhæft.
Þegar þær höfðu sungið í tvo tíma var þeim gefin súpan góða og hófst þá fyrsti aðalfundur kórsins og stressvaldur kórstjórans. Greiðlega gekk að kjósa í stjórn og nefndir, alveg svakalega viljugar og áhugasamr þessar vestfirsku konur. Og svo var það höfðuverkurinn mikli; hvað á svo barnið að heita? Við létum alla hafa miða í upphafi æfingar og gátu þær skrifað nafn sem þeim datt í hug á hann sem var svo safnað saman í lokinn. Ýmislegt kom upp úr pokanum góða og hugmyndaauðgin var mikil. Eftir kosningar með handauppréttingu hlaut kórinn nafnið Valkyrjurnar og er ég nú bara nokkuð sátt við að vera stjórnandi kórs með svona stórt og meiningarfullt nafn.
Hentist svo heim og fleygði mér smá stund í sófann. Lofaði svo gormunum að sýna þeim hvað væri búið að gerast í nýju íbúðinni. Málararnir eru búnir að mála eina umferð með litunum sem við völdum og Ponsí fékk ósk sína um bleikt herbergi uppfylta. Parketið er komið á og er lagt í 45° og kemur assgoti vel út. Mikil gleði braust út hjá þeim í sætsíingtúrnum en þau skildu ekki afhverju við gætum bara ekki flutt strax inn.
Við hentumst síðan í Bónus til að kaupa í pizzuna og í Hamraborg til að kaupa laugardagsnammið. Þegar ég var á leið heim eftir að hafa skilið þau eftir hjá bróður mínum rek ég augun í konu sem ég þekki en hef ekki séð lengi. Stoppa, sný við og þegar hún sér mig verður hún jafn hissa. Hún var semsagt ástæðan fyrir að allar hjúkkurnar í kórnum voru uppteknar í dag því hún var með námskeið hér og hafði enga hugmynd um að ég væri flutt onettir (blikk, barmahlíð). Var á leið í flug eftir smá stund svo við náðum að spjalla smá.
Þegar ég kem heim fer ég úr úlpunni góðu og ætla svo að draga af mér stígvélin. Hníg þá niður í brjálæðislegan hláturskrampa því ég hafði í allan dag verið í s(j)itthvoru stívélinu, öðru svörtu támjóu en hinu brúnu, renndu með breiðri tá. Ég meina, er hægt að vera meira viðutan.
Í kvöld er stefnan sett á Hótel Ísafjörð í pólska menningar-matar-veislu.
Er ansi þreytt eftir keyrslu gærdagsins því ofan á það var ég vakin af snáðanum kl. 6. 15 í morgunn.
En maður fær sér bara rauðvín og sonna, setur á sig gloss og brosir breitt. Fer svo í eitthvað skæslegt átfitt en þó ekki sinnhvorn skóinn, nóg komið af svoleiðis viðutanháttarlagi.

13 Comments:

  • At 7/10/06 7:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með nafnið, fínt nafn, enda hef ég i fjölda ára verið í saumklúbb sem heitir þessu nafni :-)

     
  • At 7/10/06 7:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    En stórkostleg sagan af stígvélunum!!! Sagði enginn neitt? Mikið hefði mér þótt dásamlegt að eyða deginum með einhverjum í sitthvoru stígvélinu!

     
  • At 7/10/06 8:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Fyrst: Til hamingju með kvennakórinn, spennandi.
    Stígvélin: Ég hló mig máttlausa, minnti mig á ýmsar neyðarlega sögur af uppteknum tjellingum.

     
  • At 7/10/06 11:14 e.h., Blogger Maggi said…

    Almennilegt nafn!

     
  • At 7/10/06 11:40 e.h., Blogger Eyja said…

    Frábært með stígvélin! Ertu ekki bara trendsetter? Alveg er ég viss um að hálfur kórinn verður í sitt hvoru stígvélinu á næstu æfingu ;-)

     
  • At 8/10/06 10:52 f.h., Blogger Halldís said…

    Til hamingju með kórinn og nafnið! Þú gerir þetta vel eins og allt annað í lífinu :)

     
  • At 8/10/06 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    bara snilld þetta m. stígvélin:)

    á það til sjálf að vera viðutan, mætti eitt sinn í tíma í háskólanum..í flókainniskóm m. dúskum. reyndi mikið að stinga tánum undir stól þann daginn...

     
  • At 8/10/06 3:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flott nafn á kórnum enda algjör valkyrja sem stjórnar honum.
    Ég veltist um vegna stígvélanna, hefði gjarnan viljað vera vitni að þessu.
    Gangi þér vel vinkona!
    kv.OÞ

     
  • At 8/10/06 4:38 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Brillíant með stígvélin. Fannstu ekkert fyrir þessu í táslunum?

     
  • At 8/10/06 10:39 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það sem var svo ótrúlegt við þetta stígvéladæmi var að ég fann ekkert fyrir þessu eins og þau eru úr sinn hvorri áttinni hvað varðar útlit, þægindi og stíl. Var bara svo hrikalega upptekin við allt annað þennan dag en að huga að skótauinu. Tek það fram að þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.
    Verð kannski trendí, hver veit, hahah

     
  • At 9/10/06 8:40 f.h., Blogger Fríða said…

    Svona hlutir gerast bara ekki heldur maður. Og af því maður heldur að þeir gerist ekki, þá er maður heldur ekki að vara sig á þeim. En vá! Hvað getur þá ekki gerst!?

     
  • At 9/10/06 11:53 f.h., Blogger Gróa said…

    Þetta nafn passar inn í flóruna: ég stjórna Kyrjukórnum, Sibba Kvennakórnum Kyrjurnar og þú elskan Valkyrjum. Það verður brjálað fjör í vor að hittast með þessar KYRJUR allar saman. Gat ekki farið betur þessi nafnakosning!!!!!
    Við búum til klúbb: Kyrjustjórnendur!!!!

    Sagan af stígvélunum toppar allt :) :)

    Gangi þér vel vina !
    Þín, Gróa

     
  • At 9/10/06 9:28 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Mon Dieu!! Hefur komið með nýjustu Parísartískuna frá Reykjavíkur með þér!

     

Skrifa ummæli

<< Home