Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, september 21, 2006

Myndarleg

Var búin að koma mér makindarlega fyirr á Langa Manga í gærkveldi með heitt te og skonsu því ég ætlaði að búa til myndasögu úr bjóðinu eins og ég var víst búin að lofa.

Gerði margar tilraunir með að setja myndirnar á síðuna en blogger neitaði að hala þeim alla leið.
Horfði spennt á grænu strikin og alltaf þegar það vantaði síðasta,
gafst hann upp.

Kannski var nettengingin eitthvað léleg en nú verð ég að finna mér annan tíma til að gera þetta.

Dáldið fúlt.

Og það er líka dáldið fúlt að hafa fengið 3 diska með myndum úr bjóðinu í stað 5, hafa farið og kvartað, beðið í 5 daga eftir þeim 2ur sem upp á vantaði,
farið svo og sótt þá í Bókhlöðuna og fá þá;
þetta er allt á þessum diskum sem þú fékkst um daginn.
Nú, en ég sé bara 3 filmur.
Stúlkan fyrir norðan stendur fast á því að hún hafi sett tvær filmur á tvo diska segir Jónas í Bókhlöðunni.
Komdu með þá og við skulum athuga þetta.
Ég hendist heim og kem stuttu seinna í Bókhlöðuna með alla 3 diskana.
Við förum fyrir framan tölvuna og þegar hún er búin að hlaða myndunum inn þá er merki í borða sem birtist efst á síðunni.
Á þessu merki sjást 2 filmur.
Það merkir að á þessum diski eru 2 filmur.
Já takk, ég bara vissi þetta ekki og það hefði nú verið allt í lagi að segja mér frá þessu svo ég stæði nú ekki hér eins og alger asni búin að bíða í 5 daga eftir myndum sem ég var svo með heima hjá mér allan tímann.

2 Comments:

  • At 21/9/06 12:27 e.h., Blogger Meðalmaðurinn said…

    Held að það hafi verið vesen á blogger í gær, ég komst allavega varla inn á minn og svo fékk ég ekkert að gera þar, þannig að...

     
  • At 21/9/06 3:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    blessuð vertu, það er eilíft vesen á blogger, lendi oft í því að ekkert virkar

    bara part af programmet...

     

Skrifa ummæli

<< Home