Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, september 19, 2006

Spanngól

Ég verð að játa að ég er farin að bíða mikið eftir mínu eigin húsnæði.
Hef verið í Pollýönnu gírnum í allt sumar og er alveg að hrökkva upp úr honum.
Vaknaði í gærmorgun kl. 5, bara pirruð.
Og gat auðvita ekki sofnað aftur.
Mig vantar allt, en þó ekki neitt.
Undarlegt.
Sambúðin við forledrana gengur eins og best verður á kosið, ekki kvarta ég undan því.
En það er komin mikil óþolinmæði í mína.
Ég sem er svooooo þoooliiiinmóð manneskja.
Hef þurft að snúa öllu við í bílskúrnum hjá Hrafnhildi, róta í gámnum hjá my x og leita á verkstæðinu hjá pabba. Að hverju, jú vinnugögnunum mínum og nótunum frá í fyrra.
Arrrrrg...... hvað það er pirrandi að finna ekki EINA kassann sem vantar. Búin að finna alla hina 6 með öllum HINUM nótunum mínum sem ég nefnilega þarf ekki að nota núna.
Hef ráðið mig í kennslu með 6 og 10 ára krökkum og allt námsefnið er akkúrat í þessum kassa.
Get ekki á heillri mér tekið.
Og hér á enginn þessi gögn því þau eru heimatilbúin, stíl og staðfærð.
Á ég ekki bara að detta í það í von um að pirringskastið skoli sér niður með búsinu?
Ha, vill ekki einhver skála við mig?

5 Comments:

  • At 19/9/06 9:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hei skál í boðinu
    við getum nú alveg farið aftur í bílskúrinn minn að leita

     
  • At 19/9/06 11:49 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Bryndís mín, til hamingju með nýja kúlubúann. OG hvenær kemur hann?

    Elsku Hrafnhildur vinkona mín,
    ég er að safna í mig kjarki að leita aftur, er bara ekki alveg að nenna því en verð bara að haska mér í þetta, aftur.
    Og skál fyrir því!

     
  • At 20/9/06 7:06 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Júhú! Fáðu þér í 1-7 glös og þá dúkkar allt upp sem mann vantar...

     
  • At 20/9/06 9:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ooo...hvað ég veit nákvæmlega hvernig þér líður!!!
    Ég skal sko skála við þig...SKÁL!!

    Kveðja,
    Jóna

     
  • At 21/9/06 11:10 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Ég skála og gef þér þolinmæðis Edduna.

     

Skrifa ummæli

<< Home