Persónulegt, af því það er föstudagur
Hún Halldís mín er farin að blogga frá Odense. Henni kynntist ég þegar hún var 13 ára pía í Austurbæjarskóla. Hún ásamt Guðrúnu Láru og Júlíönnu hófu að syngja í kórnum mínum í Hallgrímskirkju. Þær voru óaðskiljanlegar. Aðrir eins söngfuglar hafa sjaldan rekið á fjörur mínar.Það er svo yndislegt að fá að fylgjast með nemendum sínum vaxa úr grasi, gifta sig eiga börn og verða að fullorðnum einstaklingum.
Júlíanna er orðin mamma og elsku Júlíannaog Eiki til hamingju með Viktor Óla.
Þessi mynd sem sést hér er tekin af mér með þessum yndislegum stúlkum
þegar Guðrún Lára gifti sig í sumar.
6 Comments:
At 15/9/06 4:18 e.h., Nafnlaus said…
Úff hvað ég á erfitt með að það sé önnur Guðrún Lára í þínu lífi! Dálítið ruglingslegt og ég ætlaði t.d. að fara að mótmæla því hressilega hérna í kommentakerfinu að ég hefði verið í kórnum þínum og minna þig á við hefðum kynnst í Mótettukórnum!!!
Og voðalega er ég glöð að Halldís sé farin að blogga! Við sópransysturnar sem fluttum burt í haust getum þá alla vega fylgst vandlega hver með annarri!
At 15/9/06 7:29 e.h., Blinda said…
sætt :-)
At 15/9/06 11:27 e.h., Syngibjörg said…
Var að bíða eftir kommenti frá þér Guðrún Lára sópranína, hin er nefnilega alt! En svona er lífið skemmtilegt. Og þó þið heitið sama nafninu þá eru þið svo ólíkar að það eitt er bara fyndið.
Já þetta að Halldís skuli blogga gladdi mig mikið.
Linda: þetta er bara sætt:O)
At 16/9/06 6:15 e.h., Nafnlaus said…
fagur er þessi hópur söngkvenna...
At 17/9/06 10:35 e.h., Halldís said…
æi hvað það var gaman að sjá þessa mynd :) lumaru ekki á fleirum? endilega sendu mér á haola06@student.sdu.dk ef þú hefur tíma og nennu!
At 18/9/06 10:02 f.h., Syngibjörg said…
Ég á fleiri Halldís sem ég skal senda þér.
Skrifa ummæli
<< Home