Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, september 13, 2006

Upptekin?

Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað það er auðvelt að hafa mikið að gera hér fyrir westan.
Tíminn nýtist í svo margt gagnlegt, ég þarf ekki að bíða á rauðu ljósi, keyra í hálftíma á milli skóla og kirkna til að hafa í mig og á. Hér stendur maður t.d. aldrei í biðröð nema þá kannski í Bónus á föstudögum. Því eru dagarnir fljótir að líða, ég er ekki þreytt þó ég hafi henst á milli staða allan daginn og sofna ekki við lestur á fyrstu blaðsíðunni í bókinni sem ég er að lesa.
Finnst skrítið að upplifa mig ekkert svona upptekna, alveg nýtt.
Og svona var dagurinn í dag( no hart fíílings þó þið nennið ekki að lesa, svona meira fyrir mig)


Vaknaði 7:15 í morgun og hef síðan

-vakið börnin og komið þeim á sinn stað
-farið í sturtu
-farið í H-prent að sækja karton
-farið á kennarafund
-unnið í 2 tíma í Hafnarbúðinni
-útbúið auglýsingar og hengt upp á 4um stöðum
-keypt ljósritunarpappír og ljósritað fyrir kvennakórinn
-farið inn á Skógarbraut til að ákveða liti með málaranum
-farið í Bónus og verslað í matinn
-haldið fyrstu kóræfinguna með kvennakórnum út í Hnífsdal
-sótt börnin og látið x vaða yfir mig
-kennt Ponsí á klukku og gert með henni heimaverkefi
-komið snáðanum í rúmið
-farið út í Hnífsdal og sótt bakpokann sem gleymdist
-setið á Langa Manga og bloggað

og er núna á leið heim.

Adju

3 Comments:

  • At 14/9/06 7:12 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Hvaða X veður yfir þig? Ég er búin að fylgjast með blogginu þínu um tíma og finnst einhvern veginn að ENGINN vaði yfir þig!!!??? Vaddu bara á móti og skvettu nóg!

     
  • At 15/9/06 2:55 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    x-ið á minn fyrrverandi, en í færslum frá því sl.vetur geturðu lesið um raunirnar sem ég gekk í gegnum. Og núna er ég að læra að segja það sem ég vil og gera það sem ég vil.Og takk fyrir hvatninguna, veitir ekki af.

     
  • At 17/9/06 11:31 e.h., Blogger Maggi said…

    En þetta er bara ágætis dagsverk.

     

Skrifa ummæli

<< Home