Hvernig þætti þér að vera fertug, tví fráskilin og fjögurra barna móðir?
Hélt ég myndi ekki fara á bömmer yfir því.
En verð að viðurkenna að ég er ekki alveg sátt.
Ætla samt að halda upp á þessi tímamót, svona til að gera þetta léttbærara.
Er búin að fá Skíðaskálann, gera gestalista,
ákveða hvað ég ætla að bjóða upp á, og skipa veislustjóra.
Helgin fer í bakstur og stúss ef líkamanum þóknast þá að hlýða mér.
Helv....drullupest.
Á því von á fullt af fólki næstu helgi sem ætlar að gleðja kjéddlinguna.
10 Comments:
At 1/9/06 11:23 f.h., Nafnlaus said…
Elsku hjartans besta mín!
Þú ert bara kona með sögu ... slíkt fólk er alltaf miklu mun áhugaverðara en hitt! Titillinn á þinni sögu gefur fyrirheit um spennandi einstakling bak við kápuna!
Þín Guðrún.
At 1/9/06 11:37 f.h., Syngibjörg said…
Ó takk mín elskulega söngsystir,
brosið breikkaði:O)
At 1/9/06 12:06 e.h., Hildigunnur said…
góða skemmtun, mikið langar mig í bjóðið :-D En efast um að ég komist vestur...
At 1/9/06 3:21 e.h., Nafnlaus said…
veistu Syngibjörg, lífið byrjar fyrst að verða skemmtilegt eftir fertugt. been there, done that.
samgleðst. lífið er bara fallegt:)
At 1/9/06 4:44 e.h., Nafnlaus said…
So hvað með það, tví fráskilin og að vestan og til í hvaða sem er...
Þetta er allt útaf einhverju æðislegu sem þú átt eftir að lenda í og hananú...
....
At 1/9/06 10:12 e.h., Barbie Clinton said…
Mér finnst þú massa smart. Hvenær er svo ammó?
At 2/9/06 11:00 f.h., Blinda said…
Við eigum að trúa því að allt hafi sínar ástæður - ég er því sammála Giovönnu.
Bjarta framtíð mín kæra ;-)
At 2/9/06 7:17 e.h., Syngibjörg said…
Þið eruð allar yndislegar.
Barbí: Þar sem örlagadaginn ber upp á sunnudaginn 10. verður "bjóðið" á laugardeginum 9.
og Hildigunnur og þið hinar skelliði ykkur bara hingað vestur á firði. Á nóg bús til að skála í....
At 2/9/06 7:55 e.h., Nafnlaus said…
elsku dúllan, auðvitað er miklu betra en vera fertug og tvífráskilin, laus, liðug, frjáls, stórglæsileg ofurkona með heiminn að fótum sér en fertug, einfráskilin kona í vondu sambandi sem hún á síst af öllum skilið.. eller hur?
Njóttu lífsins og haltu áfram að vera jafn æðisleg og þú ert og þá munu frábærir hlutir gerast.. its all about the carma baby!
At 2/9/06 10:40 e.h., Ester Elíasdóttir said…
Allt þetta sem þú taldir upp: hlýtur að vera heilmikið varið í þig!
Skrifa ummæli
<< Home