Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, september 01, 2006

Hvernig þætti þér að vera fertug, tví fráskilin og fjögurra barna móðir?

Hélt ég myndi ekki fara á bömmer yfir því.
En verð að viðurkenna að ég er ekki alveg sátt.
Ætla samt að halda upp á þessi tímamót, svona til að gera þetta léttbærara.
Er búin að fá Skíðaskálann, gera gestalista,
ákveða hvað ég ætla að bjóða upp á, og skipa veislustjóra.
Helgin fer í bakstur og stúss ef líkamanum þóknast þá að hlýða mér.
Helv....drullupest.
Á því von á fullt af fólki næstu helgi sem ætlar að gleðja kjéddlinguna.

10 Comments:

  • At 1/9/06 11:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Elsku hjartans besta mín!
    Þú ert bara kona með sögu ... slíkt fólk er alltaf miklu mun áhugaverðara en hitt! Titillinn á þinni sögu gefur fyrirheit um spennandi einstakling bak við kápuna!
    Þín Guðrún.

     
  • At 1/9/06 11:37 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ó takk mín elskulega söngsystir,
    brosið breikkaði:O)

     
  • At 1/9/06 12:06 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    góða skemmtun, mikið langar mig í bjóðið :-D En efast um að ég komist vestur...

     
  • At 1/9/06 3:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    veistu Syngibjörg, lífið byrjar fyrst að verða skemmtilegt eftir fertugt. been there, done that.

    samgleðst. lífið er bara fallegt:)

     
  • At 1/9/06 4:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    So hvað með það, tví fráskilin og að vestan og til í hvaða sem er...

    Þetta er allt útaf einhverju æðislegu sem þú átt eftir að lenda í og hananú...
    ....

     
  • At 1/9/06 10:12 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Mér finnst þú massa smart. Hvenær er svo ammó?

     
  • At 2/9/06 11:00 f.h., Blogger Blinda said…

    Við eigum að trúa því að allt hafi sínar ástæður - ég er því sammála Giovönnu.

    Bjarta framtíð mín kæra ;-)

     
  • At 2/9/06 7:17 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Þið eruð allar yndislegar.

    Barbí: Þar sem örlagadaginn ber upp á sunnudaginn 10. verður "bjóðið" á laugardeginum 9.
    og Hildigunnur og þið hinar skelliði ykkur bara hingað vestur á firði. Á nóg bús til að skála í....

     
  • At 2/9/06 7:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    elsku dúllan, auðvitað er miklu betra en vera fertug og tvífráskilin, laus, liðug, frjáls, stórglæsileg ofurkona með heiminn að fótum sér en fertug, einfráskilin kona í vondu sambandi sem hún á síst af öllum skilið.. eller hur?

    Njóttu lífsins og haltu áfram að vera jafn æðisleg og þú ert og þá munu frábærir hlutir gerast.. its all about the carma baby!

     
  • At 2/9/06 10:40 e.h., Blogger Ester Elíasdóttir said…

    Allt þetta sem þú taldir upp: hlýtur að vera heilmikið varið í þig!

     

Skrifa ummæli

<< Home