Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Óboðnir gestir í vitlausu boði

Það komu gestir í dag sem ég vona að stoppi stutt.

Annar heimsótti á mér hálsinn, augun og ennið svo ég hef ekki gert annnað í dag en að reyna að hósta honum í burt með mjög litlum árangri.
Hef troðið mig út af engifer tei, sólhattstöflum og C vítamíni svo það flæðir út um öll göt.
Hann þráast við en ég SKAL hafa vinninginn.

Hinn gesturinn er hvítur.
Hann heitir snjór.
Settist makindarlega efst í fjöllin og þóttist eiga heima þar.

Ég meina, hver bauð honum svona snemma í heimsókn?
Hver leit vitlaust á dagatalið?
Ha?
Það er ennþá ágúst herra Kuldaboli.
Skil vel að þú sért orðinn leiður á þessu einlífi.

En hey, þetta er ekki sanngjarnt.

8 Comments:

  • At 31/8/06 12:25 f.h., Blogger Blinda said…

    Ótrúleg frekja og dónaskapur.

    Bara vera ákveðin og segja þessu hyski að hypja sig....

    Megi þér batna.
    Sendi þér mína frægu huglægu kjúklingasúpu. :-)

     
  • At 31/8/06 8:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ, hvílíkir leiðindapúkar að hrella þig. tek undir með Lindunni, segðu þeim að hafa sig á brott...

     
  • At 31/8/06 11:26 f.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Ekki senda þá til mín!

     
  • At 31/8/06 11:53 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Nei barbí ég vil þér ekki svo vont að ég sendi þetta ógeð til þín.

     
  • At 31/8/06 1:17 e.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    Ég er að segja "akradagabra" akkúrat núna til að ná þessu úr þér. Láttu mig vita ef þetta virka væna:) Góðan bata.

     
  • At 31/8/06 2:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    "Ég leitaði blárra blóma" er i miklu uppáhaldi á heimilinu þessa dagana, svo ég dreif mig í Skífuna og keypti diskinn hans Harðar Torfa, algjör snilld! En þegar ég spilaði lagið í þriðja skiptið sagði Katla: mamma, mig langar að heyra Ingibjörgu syngja þetta! Svo þegar þú startar sóló-diskinum hugsaðu þá endilega til okkar ;)

     
  • At 31/8/06 6:44 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Marta; annað eins hrós hef ég ekki fengið sem yljar mér meir. Hún man þá eftir raulinu í frænku sinni þó "gleymdi brúðarvöndurinn" hafi fengið mikla athygli mitt í spanngóli mínu þarna á túninu í sumar.
    Sætt:O)

    Takk fyrir akrabadabrið ameríkufari
    er aðeins að hressast.

     
  • At 31/8/06 11:33 e.h., Blogger Gróa said…

    Úff - er þetta ekki einmitt tíminn, þegar þessi ömurlegi gestur brýst fram í hálsunum á okkur. Búið að vera að gera vart við sig í dag í manns eigins hálsi. Oj
    Og snjór---úff það verður ekki orðið ófært 9.sept. er það nokkuð he he he.
    Látum okkur allavega batna áður en við hittumst :)
    bæ á meðan.

     

Skrifa ummæli

<< Home