Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa........

Þetta er nú búið að vera meira stuðið.
Hef bara ekki haft neinn tíma til að henda hér inn nokkrum línum. Annars er ráterinn hér á 5 barna heimili vinkonu minnar eitthvað mánudagseintak. Hún er búin að fá nýjan en sambandið er stundum svo slakt að þegar ég hef verið að lesa hjá ykkur síðustu færslur kæru bloggvinir þá skyndilega bara sí svona dettur síðan út. Svo stundum þarf ég að bíða í óratíma eftir að tölvan opni kommentagluggann og satt að segja hefur þetta tekið á mínar taugar sem hafa verið með stuttan þráð vegna svefnleysis sem hefur hrjáð mig þá daga sem ég hef verið hér í borginni.
Var svo uppgefin í dag að ég fór fyrr heim af námskeiði 2 því ég var hreinlega að leka á gólfið í FÍH salnum. Sat svo hér og glápti á sjónvarp sem ég hef ekki gert í rúma viku. Náði Supernova rokk star þættinum og sá þegar þeir loksins sendu laglausu stúlkuna heim. Komst ansi langt á þessum karakter sínum verð ég að segja. Ótrúlegt hvað ímynd er stór þáttur í þessu sjói öllu saman. Hef samt ekki myndað mér neina skoðun á þáttunum en finnst lúmsk gaman að fylgjast með okkar manni sem hefur staðið sig með sóm og sann. Ekkert prjál, glimmer og svartur blýantur þar að þvælast fyrir honum, bara hann, hreinn og beinn. En það er einn helsti þáttur í fari fólks sem ég kann hvað best að meta. Hreinskilni og heiðarleiki eru frábærir eiginleikar og þegar þeir tveir koma saman þá hefur maður manneskju sem hægt er að treysta. Traust er ótrúlega magnað fyrirbæri. Það er alltaf sorglegt þegar einhver hefur brugðist trausti manns.
Maður verður svo berskjaldaður, nakinn. Og sárin eru misjafnlega lengi að gróa eftir slíka reynslu. Maður þarf að læra svo margt aftur. Og það getur tekið tíma. Merkilegt líka hvernig líkaminn bregst við þessháttar reynslu. Eins og vöðvarnir taki við sársaukanum og geymi þá svo heilinn hljóti ekki mikinn skaða af. Hef lengi undrast þetta fyrirbæri því í gegnum mína reynslu undafarinna ára hefur líkaminn tekið við og spýtt þessu frá sér með ýmsum einkennum þó aðalega ofnæmi af ýmsu tagi sem tengjast maganum. Þegar maður kemur sér svo út úr hryllingnum þá smám saman fara þessir hlutir líka að lagast. Magin í mínum kroppi er ekki sá sami og var fyrir 3um mánuðum síðan. En um leið og eitthvað bjátar á, eins og núna þetta blessaða svefnleysi, þá fer hann í einhver mótmæli og er núna hreinlega með uppsteyt.
Og það er svo orkufrekt. Vildi að ég hefði lifandi "svæfara", einn sem strýkur á manni vangann þangað til augnlokinn detta og flytja mann í lala land. Er viss um að þá hefði ég meiri möguleika á að sofna.
Verð bara að láta mig dreyma um slíkt um sinn.

7 Comments:

  • At 18/8/06 5:20 f.h., Blogger Ameríkufari segir fréttir said…

    ÉG er með lausn á vanda þínum! Sonur minn, 23 mánaða strýkur manni um vangan þegar hann er sjálfur í ró (sem er oftast á kvöldin) og þykir það ofur róandi og getur það haft róandi áhrif á þolandann-viltu koma og fá hann að láni? Þér er það guðvelkomið...

     
  • At 18/8/06 9:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    heyrðu ástin mín, við vorum búin að berjast við nettenginguna í ótrúlegan tíma, senda óteljandi tölvupósta og skipta um ráter og láta skoða þetta allt í bak og fyrir, aldrei fannst neitt að og bara dæmt að þetta væru tengingarnar innanhúss.. sem gat ekki verið því símagaurarnir komu sjálfir að tengja þetta drasl. LOKSINS fyrir 2 mánuðum náði ég á einhvern hjá símanum sem vissi hvað hann var að tala um og í ljós kom að það þurfti að skipta um línu inn í húsið, tók hálftíma og þeir þurftu ekki einu sinni að koma inn til mín! tengingin orðin fullkomin og sjónvarp yfir adsl virkar eins og vindurinn..

     
  • At 18/8/06 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    konur eru sérlega viðkvæmar að þessu leyti, þ.e. að fá líkamleg einkenni þegar andlegt álag er of mikið - ullabjakkið í sálinni fer beint í kroppinn. kannski betra eins og þú segir að þetta leggist ekki allt á heilann, nógu er nú erfitt samt að jórtra þar á leiðindatuggum sem eru arfleifð karlmannsfávita (er að tala um eigin reynslu hér of course;))

     
  • At 18/8/06 10:17 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Kæri Ameríkufari, á ekki orð yfir örlæti þínu:O)

    Takk Væla fyrir þessar upplýsingar, kem þeim til hennar Gróu minnar því hún er stundum alveg að fara á taugum hér niðri í eldhúsi yfir þessu.

    Og baun, við látum engann fara með okkur til fjandans framar og rugla í okkur þar til við liggjum í líkams og sálarkvölum. Ekki sammála?

     
  • At 18/8/06 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    o,jú, rétt er það Syngibjörg, ég ætla ALDREI að láta nokkurn mann upphefja sjálfan sig á minn kostnað framar!

     
  • At 18/8/06 1:58 e.h., Blogger Blinda said…

    Held að þetta sé sameiginleg reynsla allra sem hafa lent í þessum fjanda sem brot á trausti er. Málið er bara að taka á þessu strax, ekki bíða, ekki vera enn að fá á sig líkamlegar blammeringar vegna andlegs álags og svefnleysis nokkrum árum síðar - (eins og yours truly er að upplifa núna).
    Taka á málinu og laga þetta.

    Hugsa vel um líkama og sál - helst í hendur. Passa sig svo og lofa sér að láta það aldrei koma fyrir aftur. ;)

    Farðu vel með þig.

    (ps. stundum þurfum við tímabundna aðstoð til að sofa, engin skömm að því)

     
  • At 18/8/06 9:17 e.h., Blogger Barbie Clinton said…

    Elska Magna... Langar að einhver klappi mér líka... Samt eldri en 2 ára takk.

     

Skrifa ummæli

<< Home