Þetta er nú svona
Verkefnalisti dagsins er orðinn ansi langur. Stundum þegar það gerist langar mig bara að leggjast upp í sófa með bók. Og svo er mér svo kalt. Sit hér með sultardropa í nefinu. Kólnaði eitthvað skyndilega í nótt, eða kom sumarið aldrei? Vildi að ég hefði nú heinhvern með hlýjar hendur að ylja mér.
Mikið ósköp væri það nú notalegt.
Svo þarf ég að gera það upp við mig hvort ég keyri til Reykjavíkur
eftir hádegi í dag eða snemma í fyrramálið.
Merkilegt hvað frekar einfaldir hlutir geta verið flóknir.
Mikið ósköp væri það nú notalegt.
Svo þarf ég að gera það upp við mig hvort ég keyri til Reykjavíkur
eftir hádegi í dag eða snemma í fyrramálið.
Merkilegt hvað frekar einfaldir hlutir geta verið flóknir.
4 Comments:
At 11/8/06 10:49 f.h., Meðalmaðurinn said…
Mæli með letidegi framanaf, merkilegt hvað það fyllir mann orku! Bruna svo bara af stað í borgina í fyrramálið, þar er hvort eð er bara stress og umferð...
At 11/8/06 11:54 f.h., Nafnlaus said…
mmm...hlýjar hendur...
(er ennþá að hlæja að orðinu "hlynnir". takk fyrir það:)
At 11/8/06 1:10 e.h., Syngibjörg said…
Baun; gott að þú gast hlegið að þessu fáránlega orði. Geri það núna en ekki þá.
Meðalmaður; eigum við ekki að reyna að hittastfyrst ég er að rjúka svona í borgina? Hef samband.
At 12/8/06 5:06 e.h., Nafnlaus said…
almáttugur, ég fattaði ekki einu sinni hvað þessi hlynnir átti að vera. Hélt að manneskjan væri kynnir..
Skrifa ummæli
<< Home