Bjódd´í ´ann
Ég upplifði mig eins og algjöran töffara.
Labbaði full sjálfstraust inn í bílasöluna og spurði hvort ég mætti prufa Peugeotinn þarna á planinu, þennan blásannseraða 206?
Fékk lykilinn og skoðaði hann í krók og kima ásamt mínum helsta bílaráðgjafa.
Við settumst upp í og ég togaði í handfang sem var framan á sætinu og skaust upp í loft með det sammen. Hey, þetta er eitthvað fyrir mig, sæti sem lyftir mér upp þannig að ég sé almennilega út þegar ég keyri. Svo var startað og vélin malaði fullkomlega. Við tókum stóran rúnt um hverfið og dásömuðum eintakið. Farðu og bjóddu í´ann var skipun sem ég fékk. Ha? bjóða í hann, á ég að gera það. Já auðvitað. Já en það er sett á hann 750, þeir fara varla miklu neðar en það. Sko mér líst miklu betur á þennan en eitthvað Yaris ræksni sagði ráðgjafinn. Þetta er miklu betra eintak því hann er yngri, kraftmeiri og rúmgóður. Svona enga feimni, drífðu þig inn kona.
Og af því að ég er svo hrikalega vel upp alin geri ég alltaf það sem mér er sagt. Svo ég ræskti mig, þandi út barminn, gekk inn og sagði; fæ ég bílinn fyrir 590? Augun horfðu hissa á mig og svo sagð´ann jaaaá. Ok sagði ég, tek hann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég stundaði bílaviðskipti upp á mínar eigin. Finnst ég hafa afrekað heilmikið og í trúnaði sagt naut ég þess út í ystu æsar. Átti ekki von á að finnast þetta svona gaman.
Frelsaðist.
Varð ég sjálf.
Ég.
Þessu fylgdi áður óþekkt og gleymt frelsi sem ég ætla aldrei, aldrei aftur að láta svipta mig.
Ökuferðin vestur gekk eins og í sögu og stóðst bílinn prófið. Eyðir ekki miklu og því góður fyrir budduna. Ekki spillir að í honum er geislaspilari og er ég því laus við allt bullið sem dynur yfir mann frá útvarpsstöðvunum. Útvarpið er reyndar eitthvað sem ég þarf að láta kíkja á, bara virkar ekki hér, ekki einu sinni uppáhalds útvarpsstöðin mín kemur ekki inn, gamla góða gufan.
Svo á ég víst að gefa honum nafn.
Vefst eitthvað fyrir mér.
Labbaði full sjálfstraust inn í bílasöluna og spurði hvort ég mætti prufa Peugeotinn þarna á planinu, þennan blásannseraða 206?
Fékk lykilinn og skoðaði hann í krók og kima ásamt mínum helsta bílaráðgjafa.
Við settumst upp í og ég togaði í handfang sem var framan á sætinu og skaust upp í loft með det sammen. Hey, þetta er eitthvað fyrir mig, sæti sem lyftir mér upp þannig að ég sé almennilega út þegar ég keyri. Svo var startað og vélin malaði fullkomlega. Við tókum stóran rúnt um hverfið og dásömuðum eintakið. Farðu og bjóddu í´ann var skipun sem ég fékk. Ha? bjóða í hann, á ég að gera það. Já auðvitað. Já en það er sett á hann 750, þeir fara varla miklu neðar en það. Sko mér líst miklu betur á þennan en eitthvað Yaris ræksni sagði ráðgjafinn. Þetta er miklu betra eintak því hann er yngri, kraftmeiri og rúmgóður. Svona enga feimni, drífðu þig inn kona.
Og af því að ég er svo hrikalega vel upp alin geri ég alltaf það sem mér er sagt. Svo ég ræskti mig, þandi út barminn, gekk inn og sagði; fæ ég bílinn fyrir 590? Augun horfðu hissa á mig og svo sagð´ann jaaaá. Ok sagði ég, tek hann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég stundaði bílaviðskipti upp á mínar eigin. Finnst ég hafa afrekað heilmikið og í trúnaði sagt naut ég þess út í ystu æsar. Átti ekki von á að finnast þetta svona gaman.
Frelsaðist.
Varð ég sjálf.
Ég.
Þessu fylgdi áður óþekkt og gleymt frelsi sem ég ætla aldrei, aldrei aftur að láta svipta mig.
Ökuferðin vestur gekk eins og í sögu og stóðst bílinn prófið. Eyðir ekki miklu og því góður fyrir budduna. Ekki spillir að í honum er geislaspilari og er ég því laus við allt bullið sem dynur yfir mann frá útvarpsstöðvunum. Útvarpið er reyndar eitthvað sem ég þarf að láta kíkja á, bara virkar ekki hér, ekki einu sinni uppáhalds útvarpsstöðin mín kemur ekki inn, gamla góða gufan.
Svo á ég víst að gefa honum nafn.
Vefst eitthvað fyrir mér.
9 Comments:
At 9/8/06 10:00 f.h., Nafnlaus said…
Bláa Ljónið, Eyrnaslapi, Blámann, svo er líka hægt að nota tvo fyrstu stafina í númerinu, ef það er TR gæti hann t.d. heitið Traustur... Góða skemmtun og til hamingju með'ann
At 9/8/06 10:20 f.h., Nafnlaus said…
Ljónið
At 9/8/06 12:39 e.h., Syngibjörg said…
Takk fyrir hugmyndinrnar, en svona í framhjáhlaupi finnst mér huggulegra að þeir sem heimsækja mig kvitti fyrir sig með nafni, anonymous.
At 9/8/06 1:59 e.h., Hildigunnur said…
til hamingju með kaggann :-) Líst vel á Blámannsnafnið. Ljónið er ekki alveg nógu frumlegt, örugglega of margir Pusjóar með það. Hmm. Pusjó? Hvað með Pysjan?
At 9/8/06 2:25 e.h., Gróa said…
Sæl elskan - takk fyrir hrósið (ráðgjafinn) he he.
Bara langaði að skila kveðjum frá öllum hér. Við söknum þín hrikalega. Þarf að segja þér doldið sem ekki er hægt að setja á prent - ég hringi á morgun.
Bæ pæjan þín - á sæta bláa bílnum. Búin að sýna Birnu myndirnar á vélinni.
Heiðrún var að stoppa hjá mér og bað mig að skila kveðju. Við þurfum víst að fara að halda áfram. Það er æði hérna en ég á kannski ekkert að vera að segja þér það.
Oddný biður líka fyrir æðislegar kveðjur,
tala við þig, bæ, Gróa.
At 9/8/06 6:36 e.h., Syngibjörg said…
Gróa´; bíð spennt,og væri til í að þú sendir mér myndirnar sem, þú tókst þennan merkisdag.
At 9/8/06 6:42 e.h., Syngibjörg said…
Og takk Hildigunnur fyrir skemmtilega tillögu. Þarf aðeins að hugsa þetta:O)
At 9/8/06 7:44 e.h., Blinda said…
Bíllin heitir náttúrulega FRELSI!!
Til hamingju með sjálfstæðið.
At 9/8/06 8:20 e.h., Syngibjörg said…
Fliss
hahahha
Blinda, þú ert náttúrulega snillingur.
Skrifa ummæli
<< Home