Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, ágúst 05, 2006

Vatn



Í Simsongarði er gömul tjörn sem hætt er að gegna hlutverki sínu. Út í hana liggur slanga sem vakti mikla athygli hjá börnunum. Hún varð uppspretta mikilla tilrauna.
Gerðar voru ýmsar tilraunir með bununa og kannaðar margar leiðir til að fá sér vatn að drekka.

Hér sést Hlynur Ingi beita slöngunni á mjög fagmannlegan hátt.












Brynja Sólrún gerði m.a. þessa tilraun.










Vatnið sem kemur úr krönunum hér kemur úr göngunum sem liggja á milli Ísafjarðar annarsvegar og Suðureyrar og Flateyrar hinsvegar. Við eina sprenginguna tók að streyma mikið vatn úr þeim og þar sem vatnsból Ísfirðinga var komið á síðasta snúning var tekið á það snilldarráð að gera nýtt vatnsból og nota þetta dásamlega vatn.

Vatnið úr slöngunni í Simsongarði var því ferskt og ííískalt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home