Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Bókaormur

Hef verið ótrúlega dugleg að lesa í sumar.
Búin með Kleifarvatn eftir Arnald og fannst hún bara reglulega fín.
Því næst kláraði ég Tár gíraffans sem er framhald bókarinnar Kvenspæjarastofa númer eitt.
Það var lesning sem kom skemmtilega á óvart. Mæli með henni.
Fór svo á bókasafnið og fékk skírteini fyrir mig og börnin.
Tók m.a. Í fylgd með fullorðnum eftir hana Steinolíu blessaða.
Ágætis lensning svosem. Kaflarnir minna mig stundum á bloggfærslu.
Stíllinn dáldið knappur og setningarnar stuttar, sem ég er alveg að fíla.
Glefsur héðan og þaðan, svona minningarbrot.
Fremst í bókinni stendur tilvitnun sem ég læt fljóta með því mér finnst hún góð.

More than anything, we are the products
of what we have lost.
Denis Bouvier

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home