Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, júlí 15, 2006

Skógarferð



Á einum af þeim fáu góðviðriðsdögum sem hafa komið í sumar fórum við í piknikk inn í skóg. Ég tók fullt af skemmtilegum myndum en blogger er svo ótrúlega lengi að hala þeim niður að þær koma smám saman næstu daga þó ég hefði kosið að sýna þær sem myndaseríu. .Við hjóluðum sem sagt sem leið liggur inn í skóg og settumst í græna laut og fengum okkur hressingu. Sólin kom og fór en var samt ótrúlega gjafmild á geisla sína því áður en ég vissi af voru börnin farin að vaða og komin úr buxum, skóm og sokkum.
Hér má sjá Ponsí og Snáðann við yfirlitskortið sem er neðst við fossinn.











Lækurinn fyrir aftan lautina sem við settumst í var kjörinn fyrir litlar tær að vaða í. Hann var nú dáldið kaldur svona til að byrja með en öllum má nú venjast ef maður á ekki að vera talin gunga.













Áin var vatnsmikil og buldi á flúðum.
Við gengum eftir stígnum sem liggur upp eftir henni og náðum upp á topp þar sem ótrúlegt útsýni blasti við okkur.





Inn í skógi er Simsonsgarður.Það er skrúðgarður okkar Ísfirðinga og var hannaður og gerður af Simson sem var danskur garðyrkjumaður og bjó hér í bæ ásamt spúsu sinni. Garðurinn fór illa út úr snjóflóðinu hér um árið en er allur að koma til. Hér má sjá frúnna með reiðfákinn (besta vin sinn nú til dags) sér við hönd í sportgallanum fyrir framan þennan garð. Allir sem hingað koma ættu að gefa sér tíma til að líta þar við.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home