Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, júlí 10, 2006

Gíruð

Skrítið hvað ferðalög geta gert mann þreyttan.
Er bara í 1. gír í dag.
Svo sem ágætt því ég er í fríi þessa viku og ætla að gera
sitt lítið af hverju með börnunum mínum.
Hjólið mitt var í "klössun " á meðan ég var í burtu
svo nú get ég hjólað sem aldrei fyrr.
Það er frábært veður svo ég held ég fari í piknikk inn í skóg.
Já held það væri bara alveg við hæfi.
Veðrið gott og hjólið sem nýtt.
Börnin spræk og þurfa að fá útrás fyrir orkuna.
Bæta móðurina upp í dag.
Verð vonandi komin í "gírinn" á morgun.

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home