Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, júní 28, 2006

Hér er hjólað

Síðan ég kom hingað vestur hef ég nær eingöngu notað hjól í allar mínar ferðir um bæinn.Það er stutt síðan gerð var hjóla og skokk braut héðan frá eyrinn inn í fjörð. Þá leið hef ég hjólað nánast á hverjum degi mér til ánægju og heilsubótar. Vaknaði snemma í morgunn, dressaði mig í útirvistagallann og hjólaði af stað í blíðskaparveðri. Ég mætti nokkrum skokkurum á leiðinni og hjólaði fram úr Lúlú. Eiginlega heitir hún Hugljúf. Dásamlegt að heita slíku nafni. Túrinn sem ég tók héðan frá mömmu, inn í fjörð og til baka tók um hálftíma. Það var smá vindur en sólin skein skært og gerði reyndar í allan dag. Skellti svo í mig morgunmat og stökk undir sturtuna því í dag gerðist ég búðarkona í Hafnarbúðinni og átti að mæta í vinnuna. Þar seldi ég útivistargalla, hjálpardekk, spúna, flíspeysur svo eitthvað sé nefnt í dag því vöruúrvalið er ótakmarkað og það fæst ALLT í sambandi við útivist og sport í Hafnarbúðinni. Ég þarf að setja mig inn í MARGAR gerðir af efnum með hina ýmsu eiginleika, það eru jakkarnir með vindvörn og vatnsvörn og öndunareiginleika. Líka buxur, sko. Svo er það þetta efni sem er notað í fóðrið og undir hendurnar til að ná önduninni og allt er þetta samsett úr efnum með alla þessa eiginleika. Virkar eins og frumskógur á mig. Sumir örugglega orðnir ringlaðir á þessari upptalingu. Það var ég í dag og brosti svo bara meira þegar ég vissi ekkert hverju ég átti að svara.

Krakkarnir eru núna hjá pabba sínum.
Það er skrítin upplifun.
Veit ekkert hvað ég á að gera við allan þennan tíma sem ég fæ allt í einu.
Þarf að læra þetta og venjast þessu.
En..... ég er byrjuð að prjóna aftur, jeijeijei
Það hef ég ekki gert í 2 ár eða eitthvað.
Fann afganga hjá mömmu og uppskrift af Baby born fötum.
Auðvelt til að koma mér aftur í gírinn því mig langar að prjóna á mig fallega peysu.
Já lífið hér er nú barasta indælt get ég sagt ykkur nema ég er ekki enn búin að finna íbúð. Hér er úrvalið ekki mikið ein og er en var víst ansi fjörugt í vor þegar ég var föst í ákvarðananeti annars manns. Er farin að sjá eftir því að hafa hætt við íbúðina á Skógarbrautinni. Er búin að blikka móður mína til að kanna hvort hún er enn laus því ég kann ekki við að hringja og spurja um hana aftur. Líður eins og "geturðuekkigertupphugþinn" manneskju sem ég er nefnilega ekki. En er semsagt komin í hring með þessi íbúðarmál.
Hef samt eitthvða á tilfinningunni að þessi íbúð sé ætluð mér.
Asnalegt, en svona er það nú samt. Og ég er búin að lofa sjálfri mér að leyfa þessum eiginleika mínum að vera til.
Svo á morgunn kemur í ljós hvort tilfinningin er rétt.

4 Comments:

  • At 29/6/06 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hrigdu og tékkaðu á íbúðinni hið sarasta! Svona hlutir skipta meira máli en að vera kannski pínu asnalegur! Ég hef alltaf séð eftir því ef ég hef látið einhverja svona "spéhræðslu" stoppa mig frá því að breyta ákvörðunum sem ég var búin að breyta einu sinni (eða oftar!) áður!
    Ég hef nefninlega líka eitthvað svo sterka tilfinningu fyrir þessari íbúð!

     
  • At 29/6/06 12:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Tek undir með síðasta ræðumanni, ekki bíða með þetta, það er allt í lagi að vera smá skrítinn! Drífðu nú í þessu!
    Kveðja,
    Oddný

     
  • At 29/6/06 7:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja?

     
  • At 19/8/11 7:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    [url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino bonus[/url] [url=http://www.casinovisa.com/blackjack/]online casino games[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/craps/index.html]blackjack[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/21]casino online[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=176]vibrators[/url]

     

Skrifa ummæli

<< Home