Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Í gær fóru börnin mín í fyrsta sinn á fótboltaæfingu.
Snáðinn fékk takkaskó og Ponsí fékk nýja íþróttaskó.
Þarna stóðu þau svo sæt, héldust í hendur og demdu sér út í ný ævintýri.

Hér bíða okkar vonandi nýjir og betri tímar þó skapið í dag sé eins og veðrið.
Þungbúið og búið að rigna.

Allir taka því rólega og eru enn á náttförunum þó komið sé undir hádegi.
Mikið ósköp er það nú dægilegt.

Held ég lagi mér kaffi.

4 Comments:

  • At 20/6/06 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það fer áreiðanlega að stytta upp og létta til á öllum vístöðvum! Hlakka til að fá frekari fréttir frá Ísafirði!

     
  • At 21/6/06 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æ hvað ég hefði verið til í að fá mér kaffi með þér.. þarf að skella mér vestur við tækifæri.

     
  • At 21/6/06 11:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er einmitt að drekka síðmorgun kaffið og lesa bloggið frá þér ! Sendi sólskinskveðjur að sunnan :o)

     
  • At 21/6/06 12:35 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Veriði allar velkomnar hingað á besta stað í heimi í kaffi.

     

Skrifa ummæli

<< Home