Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Líkamsástand

Þegar hamaganginum linnir og maður fer að slappa af eftir veturinn fara ýmsir verkir að láta á sér kræla. Þreytan hefur sest á ýmsa vöðva í líkamanum sem eru stífir, bólgnir og aumir.
Fékk t.d. hálsríg fyrir rúmum mánuði sem er enn að plaga mig. Nær frá hársrótum vinstra megin niður undir herðablað.
Og mjaðmirnar ææææææ. Elsku mjaðmirnar mínar sem fengu slæma útreið þegar ég gekk með snáðann og hafa ekki borið sitt barr síðan.

Auma ástandið.

Hér þarf greinilega að gera bragarbót á.

Hreyfa sig. Þanebblaþa.

Svo nú þegar rigningin bylur ekki lengur á rúðunni held ég sé best að drífa sig út í hjólatúr. Hressleikinn alveg að fara með mig.

NOT.

Keypti ægilega fínt rúm fyrir nokkrum árum. Voðalega fín dýna, eitthvað sem heitir Tempur dýna og á að laga sig að líkamanum. Hún er greinilega ekkert að sinna sínu hlutverki þessa dagana því hún aðlagar sitt hreint ekki neitt að mínum auma líkama. Vakna stíf og stirð eins og ég hafi verið að moka skít í 10 tíma.

Verst hvað það er hrikalega dýrt að fara í nudd.

3 Comments:

  • At 15/6/06 11:10 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, Ingibjörg mín þetta er sko aldurinn eða þannig, nei nei þetta er óskemmtilegt ástand sem ég kannast mjög vel við.
    En hvað með að fá andlega upplyftingu í kvöld?
    sjá comments frá í gær sem ég að vísu skrifaði í morgun!
    Kv.
    Oddný

     
  • At 15/6/06 8:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er víst hægt að fara í ágætisnudd í Nuddskólanum hjá nemum...verst að hann er ekki starfræktur á sumrin. En það ku vera ódýrt, a.m.k í samanburði við "alvöru" nudd

     
  • At 16/6/06 12:53 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já var búin að gleyma að einhverntíman heyrði ég af því. En nú er sumar eins og þú segir svo ég verð víst að finna önnur ráð:)

     

Skrifa ummæli

<< Home