Biðstofa
Ég er ekki flínk að bíða.
Verð óþolinmóð sérstaklega þegar ég þarf að bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun
um hluti sem mér finnst liggja í augum uppi.
Biðin er versti óvinur minn þessa dagana.
Það gersti ekkert á meðan.
Ekki hægt að byrja á neinu né enda neitt.
Bara vera.
Vera í sömu sporum.
Sporum sem ég vil ekki vera lengur í.
Þau meiða mig.
Gera mig dapra.
Og þá spyr maður hvenær er komið nóg?
Hvað er nóg?
Búin að lesa öll blöðin á biðstofunni og hef ekki verið kölluð inn.
Hvenær kemur að mér?
Verð óþolinmóð sérstaklega þegar ég þarf að bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun
um hluti sem mér finnst liggja í augum uppi.
Biðin er versti óvinur minn þessa dagana.
Það gersti ekkert á meðan.
Ekki hægt að byrja á neinu né enda neitt.
Bara vera.
Vera í sömu sporum.
Sporum sem ég vil ekki vera lengur í.
Þau meiða mig.
Gera mig dapra.
Og þá spyr maður hvenær er komið nóg?
Hvað er nóg?
Búin að lesa öll blöðin á biðstofunni og hef ekki verið kölluð inn.
Hvenær kemur að mér?
3 Comments:
At 6/6/06 10:53 f.h., Nafnlaus said…
krúsin mín, það er ekkert annað að gera en banka á dyrnar og segja að hægt sé að hringja í mann þegar losnar og FARA! Maður lætur ekki bjóða sér hvað sem er, mundu það. Þú ert meira virði en það og gleymdu því ekki.. risaknús H
At 6/6/06 12:12 e.h., Nafnlaus said…
Það er bara eitt að gera þegar svona er komið fram við mann: Nú, pakkar þú bara saman föggum þínum á biðstofunni, gengur hnarreist út orðalaust ... og ferð svo bara með tíð og tíma að leita þér að nýjum tannlækni!
At 6/6/06 3:58 e.h., Nafnlaus said…
Hæ sæta
ég er sko alveg sammála þessum góðu konum hér að framan, nú er komið nóg
kv Hrabba
Skrifa ummæli
<< Home