Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, maí 31, 2006

Þetta er dagurinn í dag

Hér er stöðugt fjör.
Ætlar bara engan endi að taka.

Ef þið verðið við ríkiskassann í kvöld þá getið þið horft og hlustað á söngdívu heimilisins í Kastljósinu í kvöld. Henni var boðið að taka þátt í blúshátíð á Akureyri næstu helgi.
Og með ekki minni köllum en Magga Eiríks, Pálma Gunnars, Gulla Briem, og Agnari Má jazzpíanista. Svo verður brunað í Söngskólann í Reykjavík til að þreyta inntökupróf.

Sjálf er ég að fara á æfingu með sinfó.
Fyrir áhugasama er frumflutingur á Sinfóníu nr. 2 e: Atla Heimi Sveinsson á morgun en Mótettan spilar þar stórt hlutverk.

Svo fer dagurinn í reddingar og hlaup því við ætlum að hafa eitthvað gott að borða við kennararnir eftir skólaslitin í kvöld.
Og auðvita hefði ég þurft að vera að horfa á Ponsí dansa á sama tíma. Dæmigert.
Alltaf allt á sama tíma.

Jæja þá er að skella upp andlitinu og syngja nokkrar strófur svo það urgi ekki í mér í viðkvæmu innkomum kórsins núna á eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home