Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, maí 26, 2006

Stúdínur

Þá er þessi geðveika vika að renna sitt skeið.

Hápunkturinn verður í dag þegar hún Hrund okkar útskrifast sem stúdent úr MR.

Búið er að skreyta sal, baka, gera mexíkóska kjúklingasúpu, redda dúkum, glösum og öðru smálegu sem nauðsynlegt er að hafa þegar halda á veislu.

Sjálf verð ég 20 ára stúdent á morgun og held af stað akandi með foreldrum mínum eftir veislu kvöldsins vestur á firði.

Verð því ekki í bloggheimum næstu daga en óska ykkur alls hins besta með hækkandi sól og hlýnandi veðri.

5 Comments:

  • At 26/5/06 11:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju vinkona góð bæði með þig og Hrund þína!
    Búið að vera yndislegt hér í Aþenu, yfir 30 gr hiti alla daga, reyndar aðeins of mikið fyrir mig en hlakka til að fara nær stöndinni á morgun. Hef aðeins orðið vör við að Sylvía Nótt hafi haldið hér til bæði gott og slæmt. Einn leigubílstjóri sagði við okkur um daginn að við værum stupid people á meðan aðrir hlægja að þessu.
    Góðar kveðjur héðan frá Aþenu!
    Oddny

     
  • At 26/5/06 12:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með hana Hrund og stúdentsafmælið þitt!!!

     
  • At 26/5/06 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með stúdentinn og bið að heilsa vestur, góða skemmtun!

     
  • At 26/5/06 8:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hey frænka og til hamingju. Ég er 15 ára stúdent á morgun!! Ætla að júbbilera mæ ess off. Veeerðum aaað faaara að hiiiiittast. Prjón og Hekl

     
  • At 27/5/06 1:28 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Takk fyrir kveðjurnar allar og við verðum að fara hittast prjónlesið mitt, þetta er ekki haaaaaaaægt.

     

Skrifa ummæli

<< Home