Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, maí 15, 2006

Hvað finnst þér?

Rígurinn eitthvað aðeins að dvína sem betur fer.
Get núna litið aðeins til vinstri án þess að snúa búknum í leiðinni.
Frekar fyndin situasjón.

Hvað býður maður upp á í stúdentsveislu?
Hef aðeins verið að hugsa þetta þar sem ein slík stendur fyrir dyrum hjá Hrundinni.
Þetta verður ekkert stórt í sniðum hjá okkur en samt langar okkur að bjóða upp á eitthvað verulega gott því tilefnið er ærið.
Þarf eitthvað að skoða þetta en kannski lumar einhver á einhverju gasalega sniðugu, ha?

4 Comments:

  • At 15/5/06 2:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er líka að undirbúa eina, reyndar tvískipta. Þannig að seinnipartinn verður svona frekar hefðbundin kökuveisla, en um kvöldið þegar vinirnir koma verða alls kyns smáréttir. Gangi þér vel og til hamingju með stúdentinn.

     
  • At 15/5/06 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ef ég væri að halda svona veislu myndi ég skella mér í margþætta tapas gerð og bjóða svo upp á spænsk vín og bjór, þeas ef stúdentinn er kominn með aldur ;)

     
  • At 15/5/06 9:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Í minni stúddaraveislu sló Jóhanna Þórhalls í gegn með hummus, pestói, brauði, salötum og ýmsum mögnuðum réttum...svo flaut allt í víni :)

     
  • At 15/5/06 11:43 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Þakka góðar hugmyndir elskurnar mínar.

    Eitt er víst; það verður rauðvín.
    stúlkan lærði að drekka og njóta þess þegar hún dvaldi eitt ár í france sem skiptinemi.

     

Skrifa ummæli

<< Home