Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, maí 07, 2006

Alveg viss

Gaman stundum að spá í viðbrögð fólks.

Sumum finnst æði að ég skuli vilja flytja vestur,
aðrir öfunda mig en sumir segjast fá hroll.
Hef lengi fundið fyrir neikvæðum viðhorfum gagnvart landsbyggðinni.
Þangað færi fólk sem ekki hefði náð að "meika það" í Reykjavík,
öðru nafni "lúserar".
Mér er svo sem nokk sama hvort ég fylli nú þann flokk.
Hitti um daginn konuna sem rekur uppáhalds búðina mína.
En ekki lengur, því hún er að hætta með hana. Ætlar að fara út á land.
Ég sem var svo yfir mig hamingjusöm yfir þessari verslun
því hún var svo kósí og sæt.Seldi fallega muni á hlægilega lágu verði.
Það mætti manni andrúmsloft sem maður átti ekki að venjast. Hún spilaði þar gamla djazz standarda seldi te og skonsur innan um sætu litlu munina.
"Það er eitthvað svo neikvæð orka hér í borginni" hafði hún á orði.
Mig langar ekkert að vera hér lengur, allt svo öfugsnúið. Enginn hefur tíma til neins og allir taka upp dagbókina sína ef einhver nefnir hitting. Það þarf að skipuleggja með minnst viku fyrirvara hélt hún áfram. Fyrirtækin "eiga" starfsfólkið sitt, það glatar lífinu og neistanum og hringsnýst um þarfir annara. Sagðist hafa búið í Kaupmannahöfn og ekki upplifað neitt þessu líkt þar.
Enda hvernig má það vera.
Íslendingar eru eitthvað sérlega spes fyrirbæri.

Var svo sammála, svo innilega að ég fór brosandi út.
Hundarð prósent viss að mín ákvörðun um að fytja út á land væri hárrétt.
Ég get þá bara alltaf komið til baka.

4 Comments:

  • At 8/5/06 3:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst bara hræðilegt að Frú fiðrildi ætli að hætta ... en fagna innilega ákvörðunum ykkar beggja varðandi búferlaflutninga ... veit að þetta verður æði hjá þér!

     
  • At 8/5/06 7:13 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já er þetta ekki alveg ferlegt. Einhver ætti að kaupa af henni reksturinn því konseptið er frábært.Á eftir að sakna hennar mikið.

     
  • At 10/5/06 12:36 f.h., Blogger Þórhallur said…

    Sammála þér með landsbyggðina.
    Og það er merkilegt hvað það eru stundum fín störf í boði fyrir mig á ísafirði. Var einmitt að fá mail um eitt í síðustu viku.

     
  • At 10/5/06 6:36 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hey, þú þangað kallinn minn. Finnur ekki betri stað til að vera á. Alltaf gott að fá fjarlægð við borgina, það er líka alltaf hægt að koma aftur.

     

Skrifa ummæli

<< Home