Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, apríl 30, 2006

Daði Már á leið á árshátíð.


Ungi maðurinn á leið á árshátíð í 30 ára gömlum smóking af föðurafa sínum.
Dáldið flottur.

7 Comments:

  • At 1/5/06 6:43 e.h., Blogger Þórhallur said…

    ÞEgar ég var yngri gat ég troðið mér í smókinginn sem pabbi gifti sig í - það var cool! Svo bara hætti ég ekki að stækka, því miður. En fram að þrítugu gat ég ennþá gengið í leðurjakka sem áðurnefndur faðir keypti á ítalíu 75. Talandi um að nýta fötin vel.
    En drengurinn er virkilega flottur í smókingnum!

     
  • At 1/5/06 11:53 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hann á sér einn draum; að verða stærri! Hefur nefnilega fengið dvergagenin mín og er ekki ánægður.
    En ég vona hans vegna að hann vaxi upp úr þessum smóking og myndin verði minning en ekki veruleiki.
    En afinn "óx" upp úr fötunum.

     
  • At 2/5/06 11:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    VÁ EINN FLOTTUR.
    Við þurfum að setja þessa með myndinni af honum þegar hann var 4 ára í jakkafötum (var ekki jakkinn rauður)Hann óx upp úr þeim fötum, og gerir það eflaust líka núna

     
  • At 3/5/06 10:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Flottur strákur sem þú átt Ingibjörg. Kveðja frá Grindavík.

     
  • At 5/5/06 3:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mikið er hann Daði fallegur. Les stundum bloggið þitt en hafði ekki hugmynd um að ég væri að lesa mömmu hans Daða :) Allt í einu finnst mér svo langt síðan þeir voru í Þjóðleikhúsinu, þeir eru orðnir ungir menn :) Samt er eins og það hafi verið í gær :)Tíminn er svo afstæður.

     
  • At 5/5/06 10:45 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Sæl Sigga, gaman að þú lesir hér vitleysuna. Já drengirnir okkar eru orðnir menn. Menntskælingar næsta vetur og þjóðleikhúsið heyrir fortíðinni til þó okkur hafi fundist það hafa gerst í gær.

     
  • At 5/5/06 11:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, merkilegt :)

     

Skrifa ummæli

<< Home