Áætlun
Nú þarf maður á öllu sínu að halda því það er mikil törn framundan.
Verst hvað ég vakna alltaf þreytt þó ég fari snemma að sofa.
Er með stórar áætlanir um útiveru og hreyfingu til að spyrna við þessum doða, og þar spilar hljólið mitt stórt hlutverk. Mér finnst ekkert eins skemmtilegt og að hljóla.
Á þetta fína hljól með fullt af gírum en finnst þó verst að það er þannig úr garði gert að allur líkamsþunginn er á höndunum þegar ég sit á því. Þetta finnst mér stór galli því herðarnar kýlast upp að eyrum og maður verður svo stífur og spenntur einhvernveginn í efri hluta líkamans.
Sá mörg hrikalega flott gamaldags reiðhljól í Köben í fyrra og dáðist að konunum sem sátu hnarreistar á þeim, í pilsum sem flögsuðust í vindinum. Svo voru þær með fallega körfu framan á. Og alveg örugglega með dömuhnakk.
Hef ekki séð svona hljól hér, sem bæði er þægilegt að sitja á og eru með nokkrum gírum til að létta sér fótstigið upp brekkurnar, sem mér finnst nauðsynlegt að hafa.
Svo finnst mér engin hljólamenning hér á landi.
Allir á bílum.
Alltaf.
Fékk þvílíka athygli í haust þegar ég hljólaði nokkru sinnum héðan í Skógarhlíðina þar sem ég kenni. Fólk snéri sér iðulega við í bílunum.
Kona á miðjum aldri á hljóli með hljálm og bakpoka,
en hallærislegt.
Svo var nú einn bílstjórinn svo almennilegur að hleypa mér yfir þar sem engin ljós voru, en sá sem kom á eftir honum hafði ekki neina þolinmæði við mig hljólakonuna og flautaði eins og hann ætti lífið að leysa á okkur bæði.
Ég horfði vanþóknunaraugum á þann bílstjóra sem gaf svo allt í botn og keyrði sem óður væri.
Svo dæmigert, svo helv...... dæmigert.
Verst hvað ég vakna alltaf þreytt þó ég fari snemma að sofa.
Er með stórar áætlanir um útiveru og hreyfingu til að spyrna við þessum doða, og þar spilar hljólið mitt stórt hlutverk. Mér finnst ekkert eins skemmtilegt og að hljóla.
Á þetta fína hljól með fullt af gírum en finnst þó verst að það er þannig úr garði gert að allur líkamsþunginn er á höndunum þegar ég sit á því. Þetta finnst mér stór galli því herðarnar kýlast upp að eyrum og maður verður svo stífur og spenntur einhvernveginn í efri hluta líkamans.
Sá mörg hrikalega flott gamaldags reiðhljól í Köben í fyrra og dáðist að konunum sem sátu hnarreistar á þeim, í pilsum sem flögsuðust í vindinum. Svo voru þær með fallega körfu framan á. Og alveg örugglega með dömuhnakk.
Hef ekki séð svona hljól hér, sem bæði er þægilegt að sitja á og eru með nokkrum gírum til að létta sér fótstigið upp brekkurnar, sem mér finnst nauðsynlegt að hafa.
Svo finnst mér engin hljólamenning hér á landi.
Allir á bílum.
Alltaf.
Fékk þvílíka athygli í haust þegar ég hljólaði nokkru sinnum héðan í Skógarhlíðina þar sem ég kenni. Fólk snéri sér iðulega við í bílunum.
Kona á miðjum aldri á hljóli með hljálm og bakpoka,
en hallærislegt.
Svo var nú einn bílstjórinn svo almennilegur að hleypa mér yfir þar sem engin ljós voru, en sá sem kom á eftir honum hafði ekki neina þolinmæði við mig hljólakonuna og flautaði eins og hann ætti lífið að leysa á okkur bæði.
Ég horfði vanþóknunaraugum á þann bílstjóra sem gaf svo allt í botn og keyrði sem óður væri.
Svo dæmigert, svo helv...... dæmigert.
1 Comments:
At 22/4/06 12:10 e.h., Nafnlaus said…
Mín kæra.
Á Ísafirði hjóla flottar konur hnarreystar bæði í pilsum og buxum og með flottar körfur.Allt keypt í Hafnarbúðinni hjá mér. Þessi hjól hafa verið mjög vinsæl í nokkur ár,ertu ekki búin að prófa mitt?
Skrifa ummæli
<< Home