Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Stöðutékk

Í dag er síðasti dagurinn hennar Hrundar í Menntaskólanum í Reykjavík.
Af því tilefni fór hún í sparikjólinn sinn, málaði sig og setti hárið í hnút.
Var voða sæt þegar hún fór að heiman.
Og af þessu sama tilefni förum við á Óperustúdíó Ísl. Óperunnar í kvöld
að sjá Nótt í Feneyjum.
Við tekur dimmisjón í bleikasta Grease jakka ever á morgun.
Hún þarf þó að hafa sig hæga því hún verður í beinni útsendingu sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Þá verður send út söngvakeppni framhaldsskólanna.
Hún mætir með sína eigin hljómsveit sem vinningshafi frá í fyrra
og syngur 2 lög.
Þeir eru sem betur fer búnir að breyta fyrirkomulaginu á keppninni.
Nú hefur farið fram undankeppni og sigurvegarar úr henni
mæta í aðalkeppnina. Getum því átt von á flottum og skemmtilegum atriðum.

Hér verður mikið lesið næstu vikur.
Hrund fyrir stúdentsprófin og Daði Már fyrir samræmduprófin.
Sé fyrir mér löng kvöld við að hlýða yfir.
Jæja, það er nú svo sem ekkert svo ýkja leiðinlegt,
svo fremi sem þau kunni eitthvað.

Þarf svo að tékka á ástandi dekkjana á bílnum mínum.
Ætla mér að keyra vestur á mánudaginn og eyða páskafríinu á Ísafirði.
Hlakka til að skoða íbúðina og tala við hina og þessa í sambandi við atvinnumöguleika.
Hef margar skemmtilegar hugmyndir sem ég skýri frá seinna
þegar einhver raunveruleg mynd er komin á þetta.
En er sem sagt að ná mér á strik, og er farin að hlakka til að takast á við þetta nýja líf sem ég er að fara að sigla inn í.
Og maðurinn verður að öllum líkindum með í þeirri ferð.
Góðir hlutir gerast hægt var eitt sinn sagt við mig og hef ég reynt að hafa það að leiðarljósi þessar síðust vikur.

6 Comments:

  • At 6/4/06 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Oh, hvað ég öfunda Hrund! Síðasti skóladagurinn minn í MR var frábær, dimmisjón enn betri, ótrúlegt en satt þá var líka hrikalega gaman í stúdentsprófunum en skemmtilegast af öllu var að útskrifast fara á júbilentaball og spóka sig með húfuna!!!
    Ég hlakka til að heyra af stöðu mála á Ísafirði eftir páska!

     
  • At 6/4/06 11:45 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hekla hringi á morgun, þetta hlýtur að ganga hjá okkur.

     
  • At 7/4/06 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sá slatta af Bleikum Dömum í Kringlunni áðan, en enga Hrund

     
  • At 7/4/06 8:32 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hún var boðuð í viðtal á rás2 svo hún var snarlega sótt í Kringluna og send í rúmið. Dáldið af alkóhóli rann í æðum hennar, ehemm.

     
  • At 8/4/06 10:25 e.h., Blogger Eyja said…

    Ég er að horfa og hlusta á dóttur þína syngja í þessari andrá. Rosalega flott, eða eins og fjölskyldumeðlimi hér varð að orði "ég skil vel að hún hafi unnið í fyrra".

    Ég nefndi það að mamman væri bloggari og söngkona og elsta dóttir mín segist kannast við þig í gegnum pabba sinn (fyrrverandinn minn) sem er í Fílharmóníu, heitir Einar Karl.

     
  • At 9/4/06 5:57 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Eyja: Ja hér, heimurinn lítill.
    Ég er sem sagt raddþjálfari kórsins og þekki Einar Karl þaðan.

    Já hér vorum við stoltir foreldrar límd við tækið í gær. Og kjóllinn bara töff, hún keypti hann fyrir þetta tækifæri.

     

Skrifa ummæli

<< Home