Ísland í dag
Mér finnst allir í kringum mig eitthvað hálf sloj.
Fólk mætir seint.
Hendist inn á síðustu stundu, geyspar, hóstar, þráir pásur og kaffi í tíma og ótíma.
Allir einhvernveginn búnir á því.
Svooooo miiiikiiiið að geeeera, stynur fólk upp og er einhvernveginn alveg að bugast.
Allir kvefaðir, rámir og með syndandi augu.
Líkaminn hefur varla við að halda sér á réttum kili í atganginum.
Enginn tími til viðgerða svo fólk gengur með kvefið í margar vikur.
Og í pirringnum er eins og fólk kunni ekki mannasiði.
Missir sig einhvernveginn.
Er þetta allt þess virði?
Maður spyr sig.
Fólk mætir seint.
Hendist inn á síðustu stundu, geyspar, hóstar, þráir pásur og kaffi í tíma og ótíma.
Allir einhvernveginn búnir á því.
Svooooo miiiikiiiið að geeeera, stynur fólk upp og er einhvernveginn alveg að bugast.
Allir kvefaðir, rámir og með syndandi augu.
Líkaminn hefur varla við að halda sér á réttum kili í atganginum.
Enginn tími til viðgerða svo fólk gengur með kvefið í margar vikur.
Og í pirringnum er eins og fólk kunni ekki mannasiði.
Missir sig einhvernveginn.
Er þetta allt þess virði?
Maður spyr sig.
5 Comments:
At 5/4/06 3:23 e.h., Nafnlaus said…
Hér eru allir alveg hissa á veðrinu,það sér ekki út úr augum fyrir snjókomu,bara alveg eins og í gamla daga,en skíðasvæðið nýtur góðs af allt orðið fullt af snjó.
Hér tala flestir um að skríða undir teppi og hafa það huggulegt.
At 5/4/06 5:19 e.h., Þórhallur said…
Ekkert er nokkurntíman nokkrum að kenna og kurteisi borgar sig!
Ég hef lifað eftir þessari speki í mörg ár. Með misjöfnum árangri.
At 5/4/06 6:11 e.h., Nafnlaus said…
Jahérnahér.. skyldi þó ekki verða skíðafært um páskana í ísafirði..
At 5/4/06 9:46 e.h., Hildigunnur said…
það er nú að koma páskafrí :-D
At 5/4/06 11:47 e.h., Syngibjörg said…
Já Þórhallur,ég lifi eftir sömu speki og þú, kurteisi og bros er alveg ókeypis hjá mér, en því miður ekki hjá öllum.
Og guði sé lof fyrir páskafríið, snjóinn, heita kakóið og teppin.
Hlakka til að koma vestur mamma:O)
Skrifa ummæli
<< Home