Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

sunnudagur, mars 26, 2006

Húsnæði, gamalt og nýtt.

Dagurinn í dag hefur farið í að færa íbúðina í söluhæft ástand.
Byrjaði á eldhúsinu.
Bar olíu á eldhúsinnréttinguna og er hún núna glansandi fín og flott.
Þreif allt og pússaði.
Næst var baðherbergið.
Ótrúlegt hvað allt verður rykugt og úldið þegar sólin skín inn til manns.
Þreif meira að segja veggina.
Allir með mengunarslikju frá götunni.
Hafði bara ekki tekið eftir þessu í myrkrinu.
Sýnist svo að hér þurfi að mála aftur.
Stofan dáldið sjúskuð.
Pennastrik sem ég næ ekki af eftir snáðann hér og þar.
Hefur verið ótrúlega duglegur að dunda sér við þetta
án þess að maður hafi tekið eftir því.



Er svo búin að fá sendar teikningar af íbúðinni
sem ég hef hug á að kaupa á Ísafirði.
Lýst ljómandi vel á.
Hún er á yndislegum stað þar sem golfvöllurinn, "skógurinn" og lækurinn er.
Fallegt útsýni bæði inn í dalinn og út með firðinum.
Íbúðin er í húsi sem verið er að gera upp en þetta var sambýli fyrir nokkrum árum.
Hún er yfir 100 fermetrar með rislofti
sem hægt er að innrétta fyrir Ponsí og Monna.
Og það sem meira er, í eldhúsinu er BÚR!!!!
Það finnst mér æði.
Hef góða tilfinningu fyrir þessu og er farin að hlakka til
að komast í annað umhverfi.
Nú er bara að þrauka fram á vor og klára öll sín verkefni.
Ganga frá lausum endum og tjassla tetrinu saman.

4 Comments:

  • At 27/3/06 12:58 f.h., Blogger Ásdís said…

    Gangi þér vel elsku frænka, hlakka til að koma að heimsækja ykkur í höllina fyrir vestan....vonandi í sumar :)

     
  • At 27/3/06 6:32 e.h., Blogger Hildigunnur said…

    ekki láta þér detta í hug að mála, kaupendur mála bara sjálfir. Vilja líka velja sína eigin liti. Það sér alltaf á veggjum þegar maður kaupir, naglaför og upplitun í kring um myndir og veggskraut, nokkur pennaför skipta engu máli í því samhengi...

     
  • At 27/3/06 7:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Neiii ég ætla nú ekki að fara að mála sjálf. Meinti eiginlega að nýjir eigendur þyrftu að gera það og finnst leiðinlegt að geta ekki fjarlægt pennastrik sonarins því þau eru svo helv.. ljót og eitthvað svo subbó.

     
  • At 29/3/06 12:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Veistu, ég sá einmitt þessa auglýsingu og varð hugsað til þess tíma þegar ég og Rúnar unnum þarna á næturnar í fjórða bekk. Er þá ekkert sambýli lengur? Þetta er á geðveikum stað.

     

Skrifa ummæli

<< Home