Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 13, 2006

Þú ert númer 3 í röðinni.

Jú, jú það var svo sem auðvita. Slapp ekki.
En við tökum þetta að hætti Pollýönnu.
Nenni ekki að vorkenna sjálfri mér.
Líður auðvitað djöfullega en það gæti verið verra.


Fór af illri nauðsyn í kaupæðishúsið á laugardaginn. Á leiðinni var ég með kveikt á útvarpinu.
Heyri útundan mér að verið er að fjalla um Pólverja á Íslandi.
Hækka því málið er mér jú aðeins skylt. Heyri þá nafn mákonum minnar og hið fínasta viðtal í kjölfarið. Þessi elska, hógværðin að drepa hana. Þegar ég hringdi í hana til að þakka henni fyrir og hrósa þá vissi hún ekki að það hefði farið í loftið þennan dag. Var stödd á æfingu vegna fjölmenningardags sem halda á bráðlega fyrir vestan. Segir allt sem segja þarf um hana.
Ég sat stolt í bílnum og hugsaði hvað við erum rík að fá svona fólk eins og hana inn í okkar samfélag.


Hélt annars upp á afmæli bóndans í gær og reyndi að dekra við hann á milli hausverkjakastanna.
Stundum fæ ég hugboð. Og í seinni tíð er ég farin að fara eftir þeim mér til heilla.
Við höfðum spáð í að bjóða í kaffi í gær. Einhvernveginn dagaði það uppi og ég sem yfirleitt er driffjöðurin þegar kemur að slíkum málum aðhafðist ekkert. Enda var ég fegin þegar gærdagurinn rann upp og ég í engu standi að standa hér með svuntuna og bjóða fólki kaffi og meððí. Vissi einhvernveginn að þetta yrði svona. Var þá ekki orðin veik.
Hugboð.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home