Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, mars 06, 2006

Öll að hressast

Glaðari í dag en marga aðra daga.
Er farin að syngja aftur með sjálfri mér.
Er að fara í fyrstu tímana í nýja Diplóma náminu.
Hlakka til.


Átti alveg frábæra helgi sem var uppfull af skemmtunum að ýmsu tagi.
Fór í fyrsta sinn í hárgreiðslu á stofu.
Var voða fín um hárið og í kjólnum sem bóndinn gaf mér í jólagjöf.
Drakk mikið rauðvín,dansaði, söng, hló, skammaðist.


Sá í gær eitt magnaðaðsta undur sem náttúran getur búið til.
Sýni ykkur það seinna þegar ég er búin að skanna myndirnar inn.
Þangað til elskurnar mínar vona ég að dagurinn í dag verði ykkur góður.

4 Comments:

  • At 6/3/06 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta var allt svo skemmtilegt, sérstaklega eftirpartýið og skammirnar!

     
  • At 6/3/06 10:00 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Hrikalega var þetta eftirpartý vel lukkað (fyrir utan mig að argast, en varð bara einhvernveginn að koma þessu frá mér, sem var ekki meint til ykkar sem syngið heldur til hinna sem stjórna, Þanebblaþa.)

     
  • At 7/3/06 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sko ... það gaf þessu partýi nú bara gildi að þú skyldir skammast dálítið!!! En ég er enn að melta "leyndóið" (og þetta segi ég náttúrulega aðallega til að gera aðra kommentara ótrúlega forvitna!)

     
  • At 7/3/06 6:01 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    jæja, gott að maður gefur einhverju gildi.
    Ó, það er svo gaman að eiga "leyndó" híhíhí.

     

Skrifa ummæli

<< Home