Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Ísafjarðarkróníka I


Svona litu æskustöðvarnar út daginn sem ég kom.
Og svona var allan tímann. Svo fallegt að ég varð orðlaus dag eftir dag. Og þarf nú mikið til.
Bærinn skartaði sínu fegursta og hreinlega bað mann að vera úti í endalausum göngutúrum.
Hér sést niður í neðsta þar sem elstu hús bæjarins eru.
Einnig glittir í skessusætið en þangað hefur maður hefur oft farið og labbað. Reyndar vað það ekki gert í þetta sinn.







Þessi glöðu borgarbörn ásamt frænku sinni stilltu sér upp fyrir framan gamla Kaupfélagið sem nú hýsir eina fallegustu blómabúð sem ég hef komið í og svo barnafataverlsunina Legg og skel sem mákona mömmu rekur. Já, já allt svona fjölskyldutengt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home