Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

föstudagur, febrúar 17, 2006

Heilsufár

Dagarnir framundan eru annasamir.
Það er að koma helgi og maður skildi ætla að það væri komið frí.
Ekki hér.
Væri svosem í lagi ef þessi fj..... magapest væri ekki enn að hrjá mig.
Leið nærri útaf í kennslu í gær.
Slapp fyrir horn.
Maður verður alveg orkulaus þegar matarlystin hverfur.
Eins og mér finnst nú gott að borða.
Á það samt til að gleyma því.
Fatta það svo þegar ég byrja öll að titra og skjálfa.
Það vantar í mig svengdargenið.
Held að Ponsí mín hafi erft það.
Hún minnir mig stundum á brothætta prinsessu með
langa og granna útlimi.
En ekki Snáðinn.
Þar eru önnur gen.
Tröllagen.
Veit ekki hvaðan þau koma.

Hún Gróa vinkona mín er 50 ára í dag.
Elsku bestasta vinkona mín: Til Hamingju!!!!
Hún lengi lifi.
Húrra.
Og í kvöld verður haldið upp á það.
Hlakka mikið til.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home