Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Upprifjun

Þar sem bloggerinn er ekki lengur að stríða mér verður gert hér stuttlegt yfirlit.

Ég hélt bekkjarpartý á laugardaginn.
Kórstjórnendabekkurinn mætti hér með þvílíkar krásir
sem erfitt verður að toppa.
Og kúskúsið frá þér Hekla sló í gegn.
Svo var Saltfiskréttur frá Kúbu, indverskur kjúklingaréttur,
heimabakað brauð, ostar og pestó og eftirréttir svo allir stóðu á blístri.
Vaknaði södd daginn eftir.
Fór hjólandi í bíó á sunnudaginn með yngsta settið.
Varð fúl út í Háskólabíó.
Salurinn var ískaldur og inni var rok.
Loftræsting heitir það víst.
Ætla að biðja næst um flísteppi í miðaagreiðslunni.
Bloggaði eitthvða um þetta en veit ekkert hvert færlsan fór.



Í dag var G.Óli að tékka á okkur í stjórnendabekknum.
Alltaf skrítið að lenda í því að láta pikka í grunnatriðin
hjá manni sem maður heldur að séu komin.
Samt lærdómsríkt.
Höldum áfram á morgunn svo það er eins gott að fara að halla sér.
Þá er mál málanna; recetativo.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home