Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Allir í strætó - not

Um daginn þurfti einn samnemandi minn í Tónskólanum að taka strætó úpp í Grensáskirkju þar sem skólinn er til húsa. Og þetta var ekkert smá mál.
Undirbúningurinn hófst daginn áður.
Fyrst byrjaði hún á að fara inn á bus. is til að sjá hvaða leið hún ætti að taka.
Svo tæmdi hún alla bauka og vasa í budduna sína til að hafa nú nóg klink.
Daginn eftir fór hún fyrst niður í miðbæ og tók svo þaðan strætó á áfangastað.
Þetta fékk mig til að hugsa um ástæðun fyrir því afhverju við íslendingar erum svo tregir til að taka strætó. Þjónustustig íslenska strætósins er auðvitað fyrir neðan allar hellur.
Hér dettur maður ekkert inn í strætó sí svona. Þú þarft að hafa klink og NB: réttu upphæðina. Og afhverju, jú þeir gefa ekki til baka. Í flestöllum borgum evrópu eru strætisvagnar með peningamaskínu sem gefur til baka eða þú rennir kortinu þínu í gegnum rauf. Og þar hoppar maður inn næsta strætó án þess að tæma alla bauka og vasa daginn áður.
Nú leiðarkerfið er eitt fyrirbæri.
Man eftir mér um árið þegar ég var í barneignarfríi með þann yngsta. Ég hafði fengið mér göngutúr niður í bæ í góðu veðri. Þegar ég var svo á leið heim aftur byrjaði að rigna. Ég sá strætó koma og hugðist taka hann heim þar sem ég var ekki klædd fyrir rigninguna. En því miður þá gat ég ekki nýtt mér þessa frábæru þjónustu strætisvagnanna því ég var ekki með neitt klink á mér, bara kort og seðla. Sorrý. Ekkert klink, enginn strætó.
Ég hugsaði þessu fúla fyrirtæki þegjandi þörfina og undraðist ekki afhverju við flykkjumst ekki í strætó og skiljum bílinn eftir heima svona annað slagið.
Meiri fyrirhöfn er varla hægt að hugsa sér.

4 Comments:

  • At 10/2/06 9:05 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    Nákvæmlega.

    Hér á bæ er strætó reyndar notaður slatta, þannig að við eigum alltaf til strætómiða, bæði unglinga- og fullorðins. Ég er hins vegar ekki með miða í veskinu mínu, þannig að ég hoppa ekkert inn í strætó óundirbúið.

    Næ ekki hvers vegna það er of erfitt fyrir bílstjórana að gefa til baka, ekki virðist það vera mikið vandamál í útlöndum. Eða hvernig væri að vera með posa í vögnunum (ókei, þeir eru reyndar dýrir) ég á ekkert oftar seðla en smámynt. Maður er alltaf með kortin á lofti. Kannski lagast þetta þegar klinkkortin sem alltaf er verið að boða, koma.

     
  • At 10/2/06 9:56 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    Stóru krakkarnir hér nota alltaf strætó og eiga þá kort og miða.
    En svona hinn almenni borgari sem hvorki á miða né kort lendir bara í vandræðum ætli hann sér að nýta sér þjónustu bus.is.Og það pirrar mig.Geta einhvernveginn ekki kallað sig almenningssamgöngutæki.
    Sé fyrir mér auglýsingu eins og:
    Áttu klink?
    Komdu í Strætó!

     
  • At 10/2/06 6:13 e.h., Blogger Maggi said…

    Það er einmitt sorglegt hvað maður sér oft galtóma strætisvagna á götunum.

     
  • At 10/2/06 8:03 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Já og þeir hjá bus.is skilja bara ekkert í þessu.
    prrrrrrrrrr

     

Skrifa ummæli

<< Home