Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Hrós

Það er gott að fá hrós.
Það gerist reyndar ekki oft.
Kannski af því ég á það ekki skilið.
Man eftir hrósi sem kom úr óvæntri átt.
Það yljaði mér í marga daga.

Mér finnst mikilvægt að gefa börnunum mínum hrós.
Þau vaxa alveg um marga sentimetra, inní sér.
Og verða svo falleg í framan.

Sumir kunna ekki að hrósa.
Og enn aðrir kunn ekki að taka á móti því.
Verða vandræðalegir og finnst eins og verið sé að gera grín að þeim.
Var einu sinni með svoleiðis nemanda.
Yppti alltaf öxlum þegar hann fékk hrós og setti upp svona "mér er alveg sama svip".
Ég skildi ekki þessi viðbröðg. Þau voru svo kjánaleg.
Ég dró þá ályktun að annaðhvort væri viðkomandi í miklu basli með sjálfan sig og hefði enga trú á sér sem söngvara eða þá hann þoldi mig ekki og mínar aðferðir.

Ég held að sá sem kunni ekki að hrósa sé ákaflega sjálfhverfur.
Sér aldrei það sem aðrir gera vel.
Mér finnst það hræðilega sorglegt.
Lýsir mannlegri fátækt.

Fékk hrós áðan.
Mér fannst það gott.
Varð hissa því það kom á hárréttu augnabliki.
Ég varð aðeins glaðari.
Takk fyrir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home