Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Verkefni

Hef verið að lesa ýmislegt á bloggum annara um þá kenningu að óhamingjusamir einstaklingar stundi frekar blogg en aðrir. Þar sem mér er tamt að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni langar mig að leggja orð í belg.
Óhamingjusamir eintaklingar blogga öðruvísi. Þeir opinbera tilfinningar sínar á annan hátt en við hin. Mér finnst frábært ef fólk getur notað blogg til að fá tilfinningum sínum útrás, það er að minsta kosti ódýrara en sálfræðingur:O)
Og oft koma komment frá okkur hinum sem lesum. Þau geta virkað uppörvandi og vakið óhamingjubloggara til umhugsunar.
Hefði alveg viljað hafa blogg hér fyrir 9 árum.Ég hefði fyllt þennan flokk "óhamingjubloggari".
Og sannarlega hefði það blogg verið öðruvísi en það sem ég skrifa í dag.
Ég tel mig ekki sérlega óhamingjusama manneskju í dag. Blogga samt og fíla það í ræmur.
Ég hef fengið ýmiss "verkefni" til að glíma við á minni bráðum 40 ára ævi. Þau hafa sum verið erfiðari en önnur. Í gegnum þau hef ég öðlast reynslu, þekkingu, innsýn og þroskast sem manneskja. Og þannig er lífið, verkefni fullt af áskorunum. Maður verður að horfast í augu við svo margt. Óþægilegast er að horfast í augu við sjálfan sig.
Og ég fékk eitt nýtt verkefni um daginn: skammdegisþunglyndi. Voða fínt, eða þannig.
Sumir dagar eru bara fínir á meðan aðrir eru hreint hlevíti. Og driftin sem hefur verið minn helsti kostur hvarf bara sí svona. Sit stundum og mæni út í bláinn, ég, sem alltaf er að stússast eitthvað.
Þekki ekki þessa konu. En ég veit að þetta gengur yfir. Tek bara einn dag í einu.
Langar að gera fullt af skemmtilegum hlutum, er með hausinn fullan af hugmyndum en vantar driftina góður til að koma því í verk. Hef þá trú að einn góðan veðurdag komi hún.
Þegar ég á síst von á henni.
Þegar líf mitt var sem flóknast hér fyrir 9 árum fékk ég heilræði frá góðri konu. Hún ráðlagði mér að gera eitthvað fyrir sjálfan mig á hverjum degi. Þarf ekki að vera stórt og flókið sagð´ún, lestu smá í bók, hlustaðu á uppáhalds diskinn þinn, farðu í dekurbað. Mikilvægast er að taka smá stund frá fyrir sjálfan sig. Og ég tók þessu heilræði og fór eftir því.
Því hef ég aldrei séð eftir.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home