Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 23, 2006

Mín fyrsta kvikmyndagagnrýni

Já ég var víst búina að lofa umsögn um Bennet fjölskylduna góðu.

Myndin voru ekki þau vonbrigði sem ég átti von á. Sem betur fer.
Leikararnir fínir og umgjörðin ekta bresk og allt. Búningarnir hæfilegir, ekkert prjál, enda millistétta fólk.
Tvö atriði sem gerast á dansleik voru aðeins of löng fyrir minn smekk.
Ms. Knigtley var bara ágæt, en leikkonan sem er auðvitað skammarlegt að ég viti ekki nafnið á úr þáttunum, var langtum betri. Það er etthvað glott á Ms. Knigtley sem hún notar of mikið og á stöðum sem ekki eru viðeigandi. Sumir segja að það sé henni sjarmi en hún má ekki ofnota hann þannig að hann virki svo bara kjánalegur þegar hann er alveg út úr karakter.
Darcy var ekki sannfærandi, vantaði meiri dúlúð í túlkunina. Enda er bara til einn Darcy!
Eins voru orð notuð of mikið í stað líkamstjáningar og það vantaði aðeins á að byggja upp meiri spennu á milli þeirra tveggja, Darcy og Lizziar.
Lokauppgjörið var gott, ekki of væmið.
Mamman var brilljant, leikkonan úr Saving Grace, sem er hreint frábær mynd. Að ég tali nú ekki um Judi Dench sem var góð de´Berg.
Svo ég er bara ágætlega sátt. Mæli alveg með henni.
Svo elsku bloggvinir skellið ykkur endilega á myndina, alltaf gott að horfa dáldið á rómantík. Gerir mig a.m.k. alltaf bjartsýnari á lífið.
Finnst samt gott að vita að ég get horft hvenær sem er á þættina eigandi þá hér á spólu. Þó þyrfti maður að fá sér DVD útgáfu á Amazon eða álíka verslun , spólurnar orðnar dáldið snjáðar og myndgæðin hafa látið á sjá.



Við lentum samt í þessu í bíóinu:

Fyrir aftan okkur mömmu sátu unglingsstúlkur giska 14 ára. Þær borðuðu mjög hávært nammi og voru ekkert að reyna að láta skrjáfa minna í pokunum.
Þær flissuðu í tíma og ótíma og hvísluðust á stóran part af myndinni.

Hefði átt að færa mig- hrumpf!!!

7 Comments:

  • At 23/1/06 4:40 e.h., Blogger londonbaby said…

    Búin að laga þannig núna ættirðu að komast inn á síðuna mína.


    Bestu kveðjur úr Jane Austen landi

    Þórdís

     
  • At 23/1/06 6:54 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Veiiii, sá þig áðan.

     
  • At 24/1/06 8:30 f.h., Blogger Hildigunnur said…

    ég er líka svona bíófæla. Fer í bíó innan við einu sinni á ári. Fórum að sjá Harry Pottermyndina um jólin og síðasta þar á undan var líklega LOTR III

     
  • At 24/1/06 8:43 f.h., Blogger Þórhallur said…

    Fer sem betur fer aldrei í bíó, nema með syninum, unglingar haf tilhneigingu til að skemma góðar myndir með skvaldri.

     
  • At 24/1/06 1:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Ja hér, eins og mér finnst gaman að horfa á góða mynd í stórum sal í góðu hljóðkerfi.
    Hef meira að segja oft farið ein í bíó, sem mér skilst að sumum finnist alveg óskiljanleg athöfn.

     
  • At 27/1/06 4:02 f.h., Blogger Herdís Anna said…

    Hún heitir Jennifer Ehle, gamla góða Lizzy :) Úff ég er algjör aðdáandi gömlu þáttanna sko, en mér fannst nýi Darcy bara ágætur. Enda átti ég von á að hann gæti ekki haft tærnar þar sem Firth hefur hælana. Sem er nú eiginlega satt, Firth er náttúrulega hinn eini sanni Mr. Darcy!
    En ég er sammála þér, alltaf einhver óþolandi svipur á frk. Knightley, fíla hana engan veginn!
    Annars keypti ég þættina á DVD í Kaupmannahöfn f. nokkrum árum og sé sko ekki eftir því, get horft á þetta aftur og aftur...

     
  • At 27/1/06 9:58 f.h., Blogger Syngibjörg said…

    úúú, ég þarf að fá mér þetta á DVD, engin spurning.
    Takk fyrir upplýsingarnar, verð mér hér eftir ekki til skammar.

     

Skrifa ummæli

<< Home