Prinsar og fleira gott fólk.
Við eignuðumst lítinn frænda í gær.
Mín kæra mágkona eignaðist þá sitt 4ða barn, hann Davíð.
Til hamingju með hann kæra fjölskylda á Ljósvallagötunni.
Hroki og hleypidómar.Man hvað ég heillaðist af þáttunum. Og mesta sjarmatröll allra tíma mr. Darcy fékk hjartað til að slá hraðar. Þetta er sjónvarpsefni sem ég get horft á aftur og aftur.
Og nú er búið að gera mynd. Hefði viljað sjá einhverja aðra leikkonu en ms.Knightley í hlutverki Lizzyar. Hef alltaf undrað mig á að sjá ekki bresku leikkonuna sem fór með hlutverk Lizzyar í þáttunum í fleiri myndum. Hún átti snilldarleik í þessum þáttum.
Þori varla að fara á hana í bíó, er svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum.
En ætla samt að láta slag standa og fara með henni móður minni, sem stödd er í borginni, að sjá hana í kvöld.
Gef umsögn á morgun.
Mín kæra mágkona eignaðist þá sitt 4ða barn, hann Davíð.
Til hamingju með hann kæra fjölskylda á Ljósvallagötunni.
Hroki og hleypidómar.Man hvað ég heillaðist af þáttunum. Og mesta sjarmatröll allra tíma mr. Darcy fékk hjartað til að slá hraðar. Þetta er sjónvarpsefni sem ég get horft á aftur og aftur.
Og nú er búið að gera mynd. Hefði viljað sjá einhverja aðra leikkonu en ms.Knightley í hlutverki Lizzyar. Hef alltaf undrað mig á að sjá ekki bresku leikkonuna sem fór með hlutverk Lizzyar í þáttunum í fleiri myndum. Hún átti snilldarleik í þessum þáttum.
Þori varla að fara á hana í bíó, er svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum.
En ætla samt að láta slag standa og fara með henni móður minni, sem stödd er í borginni, að sjá hana í kvöld.
Gef umsögn á morgun.
5 Comments:
At 23/1/06 10:21 f.h., londonbaby said…
Er sammála þér með Ms Knightley - of stórar varir fyrir svona lítinn bóg.
Bið að heilsa í bæinn
kv
Þórdís Sveins
At 23/1/06 10:29 f.h., Syngibjörg said…
Þórdís, ég kemst ekki inn á síðuna þína, sendu slóð.
Ahaaa,Darcy hæfir Greifynju:O)
At 23/1/06 11:24 f.h., Þórhallur said…
Skil ekki hvað ástarlíf ungfrú Bennett heillar mikið?
En ég er líka strákur.
At 23/1/06 1:30 e.h., Hildigunnur said…
og hvurnig var?
At 23/1/06 2:09 e.h., Syngibjörg said…
Já nú kemur blogg um það.
En þú hittir naglann á höfuðið, Þórhallur,þú ert karlmaður. Hélt samt að þú hefðir kvennlegt innsæi vegna þinna margvíslegu samskipta við okkur.....nei segi nú bara svona.
Skrifa ummæli
<< Home