Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Polski

Nú er hún kæra mágkona mín fyrir vestan komin í bloggheima. Dáist allataf að þessari konu sem kom ein til Íslands fyrir 10 árum til að vinna fyrir sér og dóttur sinni sem varð eftir í Póllandi. Í dag talar hún mjög góða íslensku og vinnur m.a. sem túlkur fyrir hina "aumingjana" eins og hún segir stundum sem nenna ekki að leggja það á sig að læra málið. Það var enginn sem túlkaði fyrir mig þegar ég kom hingað fyrst sagð´hún og er þá komin skýringin á hennar tökum á tungunn. Og núna bloggar hún.
Er reyndar stödd hér í borginni og fórum við í gær að sjá Br.........Mountain.
Með betri myndum sem ég hef séð lengi.
Ekkert prjál bara falleg frásögn.

Allir út að ýta:O)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home