Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

laugardagur, janúar 14, 2006

Og það sjóaði í dag.

Þessi dagur hefur verið allt öðruvísi en ég hafði planað. Ekkert leiðinlegri eða skemmtilegri, heldur öðruvísi.
Lennti inn í skrímslinu í Kóbbavoginum og fer ekki þangað í bráð. Íslendingum finnst svo gaman að versla. Allavega segir Hagkaup það.
En Ponsí fékk afmælisgjöfina sem hún óskaði sér og er það vel.

Litli næturgesturinn okkar ásamt snáðanum og stóra pabba voru úti í garði að veltast um í snjónum þegar við komum heim en eru komin inn með fínar eplakinnar.
Svo nú er um að gera að nota friðinn á meðan horft er pínu á sjónvarp og útbúa pissurnar sem búið var að lofa.

Langar í rauðvín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home