Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

mánudagur, janúar 09, 2006

Mánudagsblogg

Ýmislegt sem bíður mín í dag.

Það sem er mest spennandi er að byrja að kíkja á Vesperae solennes de Confessore (úff langt nafn) e: Mozart sem Fílharmonían flytur um páskaleytið ásamt Haydn stykki. Þekki bara Laudate Dominum kaflann. Allt hitt á huldu.

Allt lítur út fyrir að söngdívan flytji að heiman í haust. Enda að verða 21.
Ponsí mín verður örugglega glöð að losna við snáðann og fá sitt eigið herbergi.
Og rokkarinn fær herbergi söngdívunnar. Mikil gleði.
Já, já , svona gengur þetta og áður en við vitum af verðum við orðin ein í kotinu.

Verð annars að koma mér í einhverja hreyfingu. Mjaðmirnar og bakið mótmæla kyrrsetunni kröftuglega þessa dagana. Er ég að verða gömul eða hvað?

1 Comments:

  • At 9/1/06 10:16 e.h., Blogger Syngibjörg said…

    Það væri nú auðvitað alveg æði og ekki gleyma ilmvatninu.Það gerir gæfumuninn. Eitthvða sterk og gott eins og allar gamlar konur nota sem ég þekki. Skil það reyndar ekki alveg hm.....

     

Skrifa ummæli

<< Home