Tallisfærsla
Hef verið að melta það með mér hvað ég á að segja um þessa tónleika eða hvort ég eigi yfir höfuð að tjá mig um þá.
Frábær kór auðvitað og full kirkja af fólki sem klappaði mikið.
Sá ekki blogg vinkonu mín ( kannski afþví ég veit ekki hvernig hún lítur út) en vona að hún hafi átt góða stund í kirkjunni.
Frábær kór auðvitað og full kirkja af fólki sem klappaði mikið.
Sá ekki blogg vinkonu mín ( kannski afþví ég veit ekki hvernig hún lítur út) en vona að hún hafi átt góða stund í kirkjunni.
6 Comments:
At 8/1/06 7:31 e.h., Nafnlaus said…
Gleðilegt ár Syngibjörg mín, Já hvernig var á tónleikunum?? Og þetta með fnykinn. Hún Hildigunnur rósamunnur dóttir mín hefur sömu sögu að segja úr sínu húsi.. Ömurlegt hreint út sagt... Sjáumst á þriðjudaginn hjá Tuma
At 8/1/06 9:31 e.h., Syngibjörg said…
iiiiiii Hekla, beilaðir á stefnumótinu ojojojoj ( hahahaha)
Já þetta var semsagt ekki sá tónlistarviðburður sem ég hafði einhvernvegin búist við miðað við allt og allt. Hugsa að ég bloggi eitthvað um það. En ég hefði ekki viljað missa af þessu samt sem áður.
Hvað heldurðu Jóhanna að frumburðurinn hafi gefið móður sinni í jólagjöf? jú, jú, TÓNSPROTA!!
Ég varð eiginlega feimin þegar ég tók hann úr hulstrinu, en við sem erum að ljúka í vor eigum víst að nota svona. obbobobb.
At 8/1/06 10:25 e.h., Nafnlaus said…
Ja hérna rythm stick. En spennó!!!
At 9/1/06 7:44 e.h., Hildigunnur said…
málið var náttúrlega að fara á sunnudagstónleikana og heyra í okkur, því að sjálfsögðu vorum við aðalatriðið ;-)
(ég er ekki einusinni að ýkja neitt ógurlega mikið. Hljómurinn hjá þeim er rosalega kaldur, sópraninn aðeins hættur að ráða við alhæstu hæðirnar og það vantaði hjartað...)
At 9/1/06 10:13 e.h., Syngibjörg said…
Jú, jú. það má segja að ég hafi klúðrað sunnudeginum. En þetta sem er innan svigans er nákvæmlega það sem ég upplifði og annað fyrst ég er komin af stað með þetta þá var svo augljóst að þau voru að lesa nánast allt af blaði nema Tallis verkin. Og það finnst mér dónaskapur að maður borgi sig inn á kór til að hlusta á hvað hann er klár að les nótur!!! Og svo rugluðust þau fullt.Mér kemur ekkert við hvað þau eru klár að lesa nótur ég vil heyra tónlist, ekki nótnalestur.
Hana, og þá er ég búin að gjósa þessu út úr mér.
At 10/1/06 11:54 e.h., Hildigunnur said…
naah, þau eru ALLTAF að syngja þessi verk. Breskir kórar syngja aldrei neitt utanbókar, alltaf með nefið ofan í nótunum. Ég tók nú reyndar ekki eftir ruglingi ekki nema þarna þegar annar fyrsti sópraninn náði ekki upp í hæðina í fyrsta verki eftir hlé, þannig að ég get ekki tekið undir þetta með þér.
Það eina sem þau voru ekki með á gersamlega tæru fyrir þessa Íslandsferð var Missa L'homme armée sem þau sungu fyrir hlé á sunnudeginum. Og það æfðu þau meira að segja, ég veit það. Heil æfing á föstudagskvöldinu, þau eru alls ekki vön að koma degi áður og æfa neitt nema kannski eitt rennsli og prófa salina. Það finnst mér reyndar ekki góð pólisía. En þau gerðu það núna. Æfðu líka tvisvar með okkur, ekki lengi í hvort skiptið reyndar, enda vorum við bara með 3 frekar stutt verk saman.
Skrifa ummæli
<< Home