Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Nú er maður syfjaður ojojoj. Hér var liðið dregið á fætur kl. 7 og allir frekar fúlir.
Ég byrja að vinna á morgun svo dagurinn fer í eitthvað stúss, kíkja á útsölur því snáðinn vex svo hratt að buxur sem keyptar voru í sumar í útlandinu, vel við vöxt n.b., eru að verða of litlar. Enda ætlaði barnið aldrei að hætta að borða í gærkveldi. Okkur telst til að hann stækki um 1 cm á mánuð. Næsta víst að hann hefur ekki fengið stærðargenin frá móðurinni.


Uppgörvun dagsins er að ég á disk með Tallis Scholaris!!!
Hugsa sér að eiga svona gersemi og vita ekki af því.
Kominn í spilarann í staðinn fyrir ofursykursætu norrænu jólalögin sem boðið var upp á í gufunni.
Missa Osculetur Me eftir Lassus. Fegurð í sinni hreinustu mynd.

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home