Syngibjörg

Syngdu! Það bætir, hressir og kætir.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Lok,lok og læs

Hef reynt í allan dag að ná sambandi við 12 tóna til að kaupa miða á Tallis tónleikana. Þegar enginn svaraði símanum í xxxxx sinn þá fór mín af stað til að kanna málið.
Þeir taka sér laaaangt jólafrí þessar elskur. Opna aftur 5. jan. Finnst nú alveg að þeir hefðu getað sett símsvarann á eða hent upplýsingum um þetta góða frí á heimasíðuna.
Svo ég þarf að bíða fram á fimmtudag til að kaupa miða. Ég hefði auðvita átt að vera búin að því fyri löngu en svona er þetta.



Við eigum svo mikinn mat. Ætli við verðum ekki alla vikuna að borða þetta.

Grafinn lax
Reyktur lax
Graflaxsósa
Kalkúnaafgangar
Sósa
Trönuberjasulta
Fylling
Tómatsíld
Appelsínusíld
Heimalöguð kæfa
Hangikjet

Svona eru jólin............

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home